Mynd/HKr.
Fræðsluhornið 15. janúar 2020

Mjólkurinnlegg dróst aðeins saman á landinu öllu á árinu 2019

Hörður Kristjánsson
Mjólkurinnlegg í landinu á árinu 2019 dróst örlítið saman á milli ára en var þó heldur meira en 2017. Samdráttur var í innlagðri mjólk fyrstu sex mánuði ársins en aukning í öllum mánuðum síðari hluta árs samkvæmt gögnum frá Auðhumlu. 
 
Heildarinnlegg á mjólk á landinu öllu nam 151.838.668 lítrum á árinu 2019 samanborið við 152.408.980 lítra á árinu 2018. Samdráttur í innlagðri mjólk á milli ára nam því 570.312 lítrum, eða 0,37%. Ef miðað er við árið 2017 var innlögð mjólk 721.843 lítrum meiri á árinu 2019 eða sem nam aukningu upp á 0,48%. 
 
Á síðasta ári var innlög mjólk að meðaltali rúmir 12.653.222 lítrar í hverjum mánuði. Minnst var mjólkurinnleggið í nóvember, eða 11.644.858 lítra, en mest í maí, eða 14.038.656 lítrar. Á árinu 2018 var líka mest innlagt í maí, en þá var minnsta innleggið hins vegar  í september líkt og gerðist 2017.