Glæný sumarblóm í ker
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fræðsluhornið 1. júlí 2021

Glæný sumarblóm í ker

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Svalir og sólpallar fyllast einstökum ævintýraljóma þegar búið er að koma þar fyrir smekklegum og sumarlegum blómakerjum og pottum, stútfullum af glóðvolgum og glænýjum sumarblómum.

Fjöldinn allur af sumarblóma­tegundum þrífst vel við íslenskar aðstæður og hægt að finna blóm fyrir hvers manns ker, alla mögulega og ómögulega liti, stór eða lítil blóm, hávaxin og lágvaxin, hangandi, upprétt, breið- eða grannvaxin og þannig mætti lengi telja.

Mikilvægt að hafa göt í botni íláta

Við val á kerjum og pottum til ræktunar er nauðsynlegt að hafa göt á botni ílátanna til að tryggja að vatn sitji ekki á rótum plantnanna. Þegar kemur að gróðursetningunni er gott að setja bút af jarðvegsdúk eða gamalli tusku yfir götin, áður en jarðvegur er settur í ílátin, er það gert til að tryggja að fína efnið úr moldinni skolist ekki út úr pottinum og valdi óþrifum í grennd. Ef um er að ræða stóra potta eða ker er ágætt að setja góðan slurk af vikri eða grófri möl neðst í pottinn og fylla svo upp með góðri pottamold. Plönturnar eru svo teknar úr pottunum og þeim raðað í pottinn í þeirri uppsetningu sem þykir falleg, oft er heldur minna bil á milli plantna í pottum en í beðum. Fyllt er upp í bilið á milli plantnanna með gróðurmoldinni og passað upp á að moldaryfirborðið sé 2-3 cm fyrir neðan pottbrúnina, þá er auðvelt að vökva ofan í pottinn án þess að mold og vatn sullist yfir brúnina.

Uppáhaldspottarnir með í fríið

Eftir gróðursetningu er vökvað yfir pottinn og hann settur á sinn stað. Plöntur í pottum og kerjum þarf að vökva eftir þörfum allt sumarið og ágætt að gefa þeim venjulegan pottablómaáburð með vökvunarvatninu 1-2 sinnum í viku allt sumarið. Þó er óþarfi að gefa áburð fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir gróðursetningu því pottamoldin inniheldur að jafnaði áburð sem dugar í þann tíma. Yfir sumarið er ágætt að fjarlægja visin blóm eftir þörfum til að halda kerinu fallegu og endurnýja plöntur ef þær verða fyrir skakkaföllum. Þegar farið er í frí er alveg tilvalið að taka með sér uppáhaldspottana og stilla þeim upp við hjólhýsið eða tjaldvagninn, það sýnir að fólki er full alvara í ræktuninni.

Skylt efni: Garðyrkja | sumarblóm

Hnausplöntur
Fræðsluhornið 23. júlí 2021

Hnausplöntur

Þar sem við Íslendingar erum dálítið óþolinmóð þjóð viljum við stundum kaupa okk...

Uppagarðyrkja
Fræðsluhornið 23. júlí 2021

Uppagarðyrkja

Garðyrkja felst ekki eingöngu í að reyta arfa, grafa holur, blanda jarðveginn me...

Berjaplöntur
Fræðsluhornið 19. júlí 2021

Berjaplöntur

Þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt og sumarið seint á ferð er samt von um að f...

Loftslagsvegvísir sjávarútvegsins
Fræðsluhornið 13. júlí 2021

Loftslagsvegvísir sjávarútvegsins

Eggert Benedikt Guðmundsson er forstöðumaður Grænvangs, sem ásamt sjö atvinnugre...

Draumur í dós
Fræðsluhornið 9. júlí 2021

Draumur í dós

Hágæða kavíar er ekki matur, hann er munaðarvara, tákn um ríkidæmi og af honum g...

Fjölærar plöntur
Fræðsluhornið 9. júlí 2021

Fjölærar plöntur

Fjölærar plöntur, eða fjölær­­ingar, eru allar plöntur sem lifa lengur en eitt á...

Allir elska jarðarber
Fræðsluhornið 8. júlí 2021

Allir elska jarðarber

Jarðarberjaræktun er vinsæl hjá mörgum garðeigendum. Hægt er að fá ágæt yrki í g...

Keldnalandið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði
Fræðsluhornið 2. júlí 2021

Keldnalandið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði

Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur verið unnið að ranns...