Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Glæný sumarblóm í ker
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fræðsluhornið 1. júlí 2021

Glæný sumarblóm í ker

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Svalir og sólpallar fyllast einstökum ævintýraljóma þegar búið er að koma þar fyrir smekklegum og sumarlegum blómakerjum og pottum, stútfullum af glóðvolgum og glænýjum sumarblómum.

Fjöldinn allur af sumarblóma­tegundum þrífst vel við íslenskar aðstæður og hægt að finna blóm fyrir hvers manns ker, alla mögulega og ómögulega liti, stór eða lítil blóm, hávaxin og lágvaxin, hangandi, upprétt, breið- eða grannvaxin og þannig mætti lengi telja.

Mikilvægt að hafa göt í botni íláta

Við val á kerjum og pottum til ræktunar er nauðsynlegt að hafa göt á botni ílátanna til að tryggja að vatn sitji ekki á rótum plantnanna. Þegar kemur að gróðursetningunni er gott að setja bút af jarðvegsdúk eða gamalli tusku yfir götin, áður en jarðvegur er settur í ílátin, er það gert til að tryggja að fína efnið úr moldinni skolist ekki út úr pottinum og valdi óþrifum í grennd. Ef um er að ræða stóra potta eða ker er ágætt að setja góðan slurk af vikri eða grófri möl neðst í pottinn og fylla svo upp með góðri pottamold. Plönturnar eru svo teknar úr pottunum og þeim raðað í pottinn í þeirri uppsetningu sem þykir falleg, oft er heldur minna bil á milli plantna í pottum en í beðum. Fyllt er upp í bilið á milli plantnanna með gróðurmoldinni og passað upp á að moldaryfirborðið sé 2-3 cm fyrir neðan pottbrúnina, þá er auðvelt að vökva ofan í pottinn án þess að mold og vatn sullist yfir brúnina.

Uppáhaldspottarnir með í fríið

Eftir gróðursetningu er vökvað yfir pottinn og hann settur á sinn stað. Plöntur í pottum og kerjum þarf að vökva eftir þörfum allt sumarið og ágætt að gefa þeim venjulegan pottablómaáburð með vökvunarvatninu 1-2 sinnum í viku allt sumarið. Þó er óþarfi að gefa áburð fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir gróðursetningu því pottamoldin inniheldur að jafnaði áburð sem dugar í þann tíma. Yfir sumarið er ágætt að fjarlægja visin blóm eftir þörfum til að halda kerinu fallegu og endurnýja plöntur ef þær verða fyrir skakkaföllum. Þegar farið er í frí er alveg tilvalið að taka með sér uppáhaldspottana og stilla þeim upp við hjólhýsið eða tjaldvagninn, það sýnir að fólki er full alvara í ræktuninni.

Skylt efni: Garðyrkja | sumarblóm

Herbarium Islandicum
Fræðsluhornið 20. janúar 2022

Herbarium Islandicum

Þegar talað er um þurrkuð plöntusöfn getur verið um að ræða plöntu­hluta eða hei...

 Yfirlit ætternis Litlu hafmeyjunnar
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Yfirlit ætternis Litlu hafmeyjunnar

Litla hafmeyjan, eitt af þjóðar­táknum Danaveldis og sögu­persóna hins kunna ævi...

Betri nýting áburðar – betri afkoma
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Betri nýting áburðar – betri afkoma

Nú liggur fyrir að mikil hækkun er á áburðarverði milli ára. Kaup á tilbúnum ábu...

Vetrarumhirða pottaplantnanna
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Vetrarumhirða pottaplantnanna

Í skammdeginu þarf að huga séstaklega að vellíðan pottablómanna okkar, því það g...

Mannlaus mjólkurframleiðsla
Fræðsluhornið 10. janúar 2022

Mannlaus mjólkurframleiðsla

Bændur sem byggja fjós nú til dags, í norðurhluta Evrópu og helstu löndum þar se...

Nýr Mitsubishi Eclipse Cross
Fræðsluhornið 7. janúar 2022

Nýr Mitsubishi Eclipse Cross

Laugardaginn 4. desember kynnti Hekla h/f við Laugaveg nýjan Mitsubishi Eclipse ...

Frá nútíð til framtíðar
Fræðsluhornið 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum....

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman
Fræðsluhornið 3. janúar 2022

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman

„Riðurannsóknin mikla“ – hér eru íslenskir sauðfjárbændur og riðusérfræðingar fr...