Tími sumarblómanna
Sumarblóm auka litadýrðina í garðinum og fara vel í beðum, pottum, kerum og svalakössum. Flest sumarblóm þurfa sólríkan stað, skjól til að dafna og blómstra ríkulega. Þau þola ekki frost þannig að óráðlegt er að planta þeim út fyrr en hætta á næturfrosti er liðin hjá.