Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bitið í besefann
Á faglegum nótum 1. febrúar 2021

Bitið í besefann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álar eru merkilegir og dular­­fullir fiskar. Þeir hefja ævi sína langt suður í Þang­hafinu og rekur með straumum til uppeldisstöðva sinna í Evrópu og á Íslandi þar sem þeir halda til í fersku vatni.

Álar ferðast um á þurru landi og klífa jafnvel kletta til að sneiða hjá fossum. Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit lýsir viðhorfum sveitunga sinna til álsins skemmtilega í Bréfi til Láru.

„Á æskuárum mínum í Suður­sveit heyrði ég talað um þrenns konar ála: hrökkála, smugála og þorskála. Hrökk­álarnir voru hlaðnir eitri. Hvert kvikindi, sem þeir komu auga á, féll samstundis steindautt niður. Eitt sinn sá hrökkáll sveitunga minn á silungsveiðum. Maðurinn hét Sigurður og datt dauður niður. Smugálar smugu niður úr stálfreðinni jörð um hávetur. Þeir sneru stundum fætur undan fólki með því að vinda sig utan um fótlegginn. Það bar til í Suðursveit fyrir mitt minni, að unglingsstúlka stóð við rakstur niðri í djúpri leirkeldu. Keldan var full af álum. Þegar minnst varir, vindur heljar smugáll sig utan um fótinn á stúlkunni og sníður hann af ofan við ökklalið. Eftir það haltraði hún við hækju og giftist aldrei.

Þessi ófénaður hafðist við í leirkeldum á engjum og gerði fólki oft ljótan óskunda. Síðan ég man fyrst eftir mér, hefi ég óttazt ála meira en mannýg naut. Ég get ekki lýst átakanlegri skelfingu minni við þessi hálf dularfullu kvikindi. Ég þorði aldrei að stinga fæti mínum ofan í keldu. Sæi ég ál koma upp á hrífutindum, lokaði ég augunum og stökk eins og fætur toguðu allar götur upp á baðstofuloft. Og ekki fór ég meira út þann daginn. Þetta er formáli. Ég set hann hér, til þess að þú getir gert þér einhverja hugmynd um drauminn, sem ég ætla nú að segja þér. Það er ekki vitrunardraumur. En hann er ekki laus við að vera dálítið hryllilegur og frumlegur.

Þetta var fyrir fjórum árum. Mig dreymdi, að ég væri á gangi suður Tjarnarbakkann eystri. Það var fagurt vorkvöld, heiður himinn og sól að hníga til viðar í vestri. Ég reikaði í hægðum mínum fram við vatnsborðið. Hugur minn mókti í sælli leiðslu. Þetta var óvanalega fagurt vorkvöld. Ég er kominn suður á móts við kvennaskólann. Ég var að virða fyrir mér litaskrautið í kveldroðanum á vesturhimninum. Þá veit ég ekki fyrri til en upp úr Tjörninni slöngvar sér hrökkáll, bítur í besefann á mér og hangir þar. Ég ætla ekki að reyna að lýsa skelfingunni, sem heltók hverja taug í líkama mínum. Þarna stóð ég stirður á Tjarnarbakkanum eins og steingervingur frá ísöldinni og horfði á helvítis kvikindið leika list sína. Eftir heila eilífð tókst mér einhvern veginn að hrista óvininn af mér. Og ég þaut í dauðans ofboði upp á Laufásveg. Ég vildi ekki láta þrælinn ná í mig aftur. Í því hrökk ég upp og lofaði guð fyrir lausnina. Síðan hef ég enga náttúru haft til kvenna. Slíkan draum hefði engan getað dreymt, síðan Edgar Allan Poe leið, nema mig.“

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...