Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.

Fræðsluhornið 31. ágúst 2018
Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, ee@rml.is
Til þess að efla þátttöku í afkvæmarannsóknum á hrútum hefur fagráð í sauðfjárrækt ákveðið að hækka styrki til þessa verkefnis. Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút í afkvæmarannsókn hækki úr 3.500 kr. í 5.000 kr.
Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum eru þær sömu og áður, þ.e.a.s. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar og af þeim séu a.m.k. 4 veturgamlir. Hrúturinn þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsniðurstöður. Hrútarnir þurfa að hafa verið notaðir á sem sambærilegasta hópa af ám og öll meðferð og skipulag afkvæmarannsóknarinnar miði að því að hóparnir séu sem best samanburðarhæfir.
Vissulega er hægt að gera samanburð á hrútunum eingöngu á grunni kjötmatsniðurstaðna (sem er þá ekki fullgild afkvæmarannsókn) en mikilvægi ómmælingahlutans í þessu mati fellst m.a. í því að það er besta mælingin sem í boði er til að meta vöðvaþykkt og vöðvahlutfall skrokksins.
Líkt og áður ganga bændur frá uppgjöri á afkvæmarannsóknum sjálfir inn í Fjárvís.is og senda tilkynningu á ee@rml.is þegar uppgjör er frágengið, merkt afkvæmarannsókn. Einnig er hægt kaupa þjónustu hjá RML við að ganga frá afkvæmarannsókninni. Tilkynning um að uppgjöri sé lokið skal berast fyrir 1. desember.
Fræðsluhornið 17. maí 2022
Tófú er bæði klístrað og hart
Tófú er unnið úr hleyptum safa í sojabaunum eða sojamjólk eins og sumir vilja ka...
Fræðsluhornið 16. maí 2022
Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...
Fræðsluhornið 9. maí 2022
Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...
Fræðsluhornið 9. maí 2022
Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...
Fræðsluhornið 9. maí 2022
Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...
Fræðsluhornið 6. maí 2022
Jarðrækt – Sprotinn
Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...
Fræðsluhornið 5. maí 2022
Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...
Fræðsluhornið 5. maí 2022
Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...