Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 9. apríl 2021

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir.

Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrar­gagna frá sauðfjárbúum. Gagna­grunnurinn telur nú alls gögn frá 100 sauðfjárbúum árið 2019 en síðasta sumar var gert átak í því að fjölga þátttökubúum.

Í 15. tbl. Bændablaðsins árið 2020 var gerð grein fyrir helstu niðurstöðum verkefnisins fyrir árið 2018 Í 3. og 4. tbl. Bændablaðsins árið 2019 var gerð grein fyrir niðurstöðum verkefnisins 2014-2017 en í þessari grein ætlum við að skoða niðurstöður fyrir 2019 og þróun lykiltalna yfir öll árin frá 2014.

Líkt og upplýsingarnar í töflu 1 gefa til kynna telur gagna­safnið núna tæp 14% af heildar­dilkakjötsframleiðslu ársins 2019. Landfræðilega dreifast búin þannig að á Vesturlandi eru 24 bú, Vestfjörðum 14 bú, Norðurlandi vestra 12 bú, Norðurlandi eystra 30 bú, Austurlandi 14 bú og Suðurlandi 6 bú.

Áhrif af afurðaverðslækkun áranna 2016 og 2017 sjást vel í töflu 2 og enn er talsvert í að afurðaverði ársins 2014 sé náð. Hins vegar sést einnig að ásetningshlutfall hefur lækkað samhliða hækkun opinberra greiðslna sem sýnir að búin í þessu verkefni hafa keypt nokkuð af greiðslumarki í upphafi árs 2019. Rekstrarkostnaður hefur hækkað líkt og framleiðslukostnaður dilkakjöts gefur til kynna. Það er þó enn talsverður munur á afkomu búanna sem taka þátt líkt og upplýsingar í töflu 3 sýna þegar munurinn á framlegð búa í efsta og neðsta þriðjung er borinn saman eftir árum.

Munurinn á framlegð búanna í efsta og neðsta þriðjungi hefur minnkað en verið nokkuð stöðugur síðustu þrjú ár, þ.e. á milli 9.000 og 10.000 krónur.  Á meðalbúinu skv. töflu 1 sem hefur 500 kindur hefur bú í efsta þriðjungi 5 milljón krónum meira úr að moða til að greiða fastan kostnað, laun og borga af lánum en sambærilegt bú í neðsta þriðjungi.

Mynd 1 sýnir framleiðslukostnað þátttökubúa árið 2019 eftir reiknuðum afurðum og stærðarflokkun búa. Afurðameiri búin hafa lægri framleiðslukostnað reiknaðan á kíló en þau afurðaminni. Þegar búunum er skipt í þrjá stærðarflokka, þ.e. bú með færri en 400 kindur, 401-600 kindur og fleiri en 600 kindur. Þá er framleiðslukostnaður á stærstu búunum árið 2019, 1.028 kr/kg, á búunum með 401-600 kind er hann 1.149 kr/kg og á búum með færri en 400 kindur er hann 1.227 kr/kg.

Þegar framleiðslukostnaður er skoðaður eftir þriðjungum eru búin í efsta þriðjungi með lægsta kostnaðinn árið 2019 eða 983 kr/kg. Á búum í miðjunni er hann 1.149 kr/kg og í neðsta þriðjungi er hann 1.284 kr/kg.

Líkt og mynd 1 sýnir er breyti­leikinn einnig mikill innan stærðarflokka þannig sóknarfærin eru jafnt hjá stærri búum og þeim sem minni eru.

Áframhald verkefnis 

Það eru víða tækifæri til að bæta reksturinn á hverju búi fyrir sig en engin ein lausn hentar öllum. Það er oft gott að bera sig saman við aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir þurfi að vera með þeim hætti sem þeir eru, ef dæmi sýna að önnur sambærileg bú ná betri árangri með minni tilkostnaði og meiri afurðum en manns eigið bú.

Liður í góðri bústjórn er að vanda utanumhald á öllum skráningum, hvort sem það er í skýrsluhaldi eða bókhaldi. Eftirtekt vakti við úrvinnslu bókhaldsgagna að sundurliðun þeirra var langbest hjá þeim bændum sem færa bókhaldið sitt að miklu leyti sjálfir og er hér tilefni til að hvetja bændur til dáða ásamt því að gera þá kröfu að bókhaldið nýtist þeim sem stýritæki í búrekstri, en ekki eingöngu til skila á gögnum til ríkisskattstjóra.

Með góðu liðsinni þróunar­fjármuna búgreinanna skv. reglugerð um almennan stuðning við landbúnað höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram. Sauðfjárbændur er enn og aftur boðið að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra í sambærilegum rekstri. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag þróunarfjármuna gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu.

Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna um leið og við óskum þess að núverandi þátttakendur verði áfram með okkur í liði, það er afar þýðingarmikið að fá að halda samfellt utan um þróun í rekstri þátttökubúanna, bæði fyrir þá bændur og verkefnið í heild.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason

ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið

eyjólfur@rml.is

María Svanþrúður Jónsdóttir

ráðunautur, Rekstrar- og þjónustusvið

msj@rml.is

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...