Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem verður hluti af starfsemi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áramót.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem verður hluti af starfsemi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áramót.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. desember 2019

Frá áramótum verður Búnaðarstofa ekki lengur til sem sjálfstæð eining

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Um áramótin tekur gildi flutningur málefna Búnaðarstofu frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Um leið verður hætt að reka þessa starfsemi varðandi gagnasöfnun og landbúnaðartengda umsýslu sem sjálfstæða einingu. Þótt formleg umskipti taki ekki gildi fyrr en um áramót þá lauk flutningi starfseminnar fimmtudaginn 12. desember. 

Alþingi samþykkti lög nr. 84/2019 þann 27. júní síðastliðinn um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um stjórn­sýslu búvöru­samninga (flutningur málefna Búnaðarstofu). Breytingar þurfti að gera á nokkrum lögum; eða lögum um búfjárhald nr. 38/2013, búnaðarlögum nr. 70/1998, búvörulögum nr. 99/1993, lögum um Matvælastofnun og loks lögum um velferð dýra nr. 55/2013. Með lögunum er gerð breyting á stjórnsýslu land­búnaðar­mála með því að flytja framkvæmd búvörusamninga og framleiðslustjórn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Samlegðaráhrif að færa Búnaðarstofu

Mikil samlegðaráhrif eru falin í að færa Búnaðarstofu í ráðuneytið enda væri þegar mikil samvinna þar á milli og með breytingunni væri ráðuneytið styrkt, eins og segir í greinargerð atvinnuveganefndar með lögunum og þar segir einnig orðrétt:

,,Hagræðingarsjónarmið bentu til þess að hagkvæmara væri að hafa Búnaðarstofu innan ráðuneytisins. Nefndinni var bent á að mikilvægt væri að tryggja sjálfstæði Búnaðarstofu við flutning hennar til ráðuneytisins og betra væri að halda utan um framkvæmd verkefna samkvæmt búvörusamningum hjá sjálfstæðri stofnun. Mikilvægt væri að stjórnsýsla landbúnaðar og framkvæmd búvörusamninga væri skýr þannig að ljóst væri hvar ábyrgð á einstökum verkefnum lægi.“

Atvinnuveganefnd beindi því síðan til ráðuneytisins, í ljósi mikilvægi og umfangs þeirra verkefna sem Búnaðarstofa sinnir í dag við framkvæmd búvörusamninga, hagtölusöfnun og þróun tölvukerfa, að ráðuneytið afmarki með skýrum hætti verkefni Búnaðarstofu innan ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins vegna þessa, sem Bændablaðið birti 26. september sl., segir að til að tryggja sem minnst rask á störfum Búnaðarstofu var það talið mikilvægt að starfsemin væri komin inn í ráðuneytið sem ein eining til að byrja með og það verði síðan sameiginlegt verkefni starfsmanna ráðuneytisins og starfsmanna Búnaðarstofu að greina verkefnin og ákveða hvar þeim verði best komið til frambúðar.

Búnaðarstofa sameinast skrifstofu fjárlaga, reksturs og innri þjónustu

Allir sex starfsmenn Búnaðarstofu flytjast á skrifstofu fjárlaga, reksturs og innri þjónustu til að byrja með eins og komið hefur fram. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar, leggst flutningur vel í starfsfólk.

„Samvinna við starfsfólk ráðuneytisins vegna flutningsins hefur verið ánægjuleg og til fyrirmyndar í alla staði. Ákveðið var að við færum inn í ráðuneytið þann 12. desember, þó að formlega séð verðum við ekki hluti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrr en 1. janúar 2020. Það hafi hins vegar verið sameiginleg niðurstaða að farsælla væri að gefa sér góðan tíma við að koma öllum fyrir, sem og tölvukerfum og gagnagrunnum sem fylgja okkur, að tryggja hnökralausa framkvæmd á búvörusamningum frá fyrsta degi í ráðuneytinu. Þann 2. janúar 2020 þarf að greiða nautgripa- og garðyrkjubændum fyrstu stuðningsgreiðslur ársins, og um 15. janúar sauðfjárbændum. Rétt er að vekja athygli á að við fáum ný netföng í ráðuneytinu, sem og að símtöl þurfa að berast þangað frá og með 12. desember.“

Stafræn stjórnsýsla í landbúnaði

„Það hjálpar okkur hve mikið af framkvæmd og umsýslu búvörusamninga hefur verið gerð stafræn með rafrænu umsóknar- og umsýslukerfi. Bændur ættu því ekki að verða mikið varir við búferlaflutning okkar frá Dalshrauni í Hafnarfirði á Skúlagötuna í Reykjavík. Þá er ánægjulegt að segja frá því að okkur tókst að opna AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins, á vefnum þann 6. desember. Það þýðir að allir bændur landsins fá stafrænan aðgang að svokallaðri jarðabók fyrir bú sín, þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu fá aðgang að rafrænni gæðahandbók og lokst var opnað fyrir rafræna umsókn um kaup á innleystu greiðslumarki í sauðfé.

Þetta er mikilvægur áfangi í áætlun stjórnvalda að koma á stafrænni stjórnsýslu, en þar hefur íslenskur landbúnaður verið í fararbroddi á undanförnum árum,“ sagði Jón Baldur. Hann verður nú eins konar verkefnastjóri í ráðuneytinu í stað þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra Búnaðarstofu. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...