Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni
Fréttir 7. desember 2017

Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Líklega er um fót af dádýri að ræða.

Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu.

Lífland tilkynnti Matvælastofnun síðla mánudags um að alifuglabóndi hefði fundið fót af klaufdýri í innfluttum spæni sem hann var að dreifa í tómu alifuglahúsi.

Á heimasíðu Mast segir að spænirinn hafi verið fjarlægður, húsið þvegið og sótthreinsað. Í kjölfarið og í samráði við stofnunina brást Lífland við og stöðvaði dreifingu á spæni úr viðkomandi gámi. Hringt var í þá aðila sem vitað var að hefðu keypt úr gáminum og varan innkölluð.

Ein hestavöruverslun á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið spæni úr viðkomandi sendingu sem hún hafði í almennri sölu. Nokkurn tíma tók að hafa uppi á öllum kaupendum, en í morgun náðist í þann síðasta.

Aðeins sex eigendur höfðu borið spæninn undir hross og einn þeirra undir sauðfé að auki. Hafa þeir nú hreinsað viðkomandi stíur samkvæmt leiðbeiningum frá Matvælastofnun.

Hverfandi líkur eru taldar á að smit hafi borist í dýr hér á landi við þetta atvik, en þó verður eftirlit með heilsufari dýranna sem komust í snertingu við spæninn aukið næstu vikurnar.

Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum frá dýraheilbrigðisyfirvöldum í Svíþjóð um sjúkdómastöðu í hjartardýrum þar í landi. Samkvæmt fyrstu svörum er ekki vitað um alvarlega smitsjúkdóma í þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá sænska fyrirtækinu er framleiðslulínan lokuð og með þannig tækjabúnaði að fóturinn sem fannst hafi ekki geta farið þar í gegn, því telur fyrirtækið að honum hafi verið komið fyrir og að um skemmdarverk sé að ræða í verksmiðjunni. Málið er rannsakað sem slíkt í Svíþjóð.
 

Skylt efni: innflutningur | dádýr | spæni

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun