Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki er full samstaða í Akrahreppi um hvort tímabært sé að hefja formlegar viðræður um hugsanlega sameiningu við Sveitarfélagið Skagafjörð. Varaoddvitinn segir að pólitískir hagsmunir snúist ekki eftir því hvernig vindar blási í Blönduhlíð. Þessar kýr undu sér bærilega í logni í Blönduhlíðinni í fyrrasumar.
Ekki er full samstaða í Akrahreppi um hvort tímabært sé að hefja formlegar viðræður um hugsanlega sameiningu við Sveitarfélagið Skagafjörð. Varaoddvitinn segir að pólitískir hagsmunir snúist ekki eftir því hvernig vindar blási í Blönduhlíð. Þessar kýr undu sér bærilega í logni í Blönduhlíðinni í fyrrasumar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. maí 2021

Formlegt boð um sameiningarviðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bauð nýverið hreppsnefnd Akrahrepps til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði. Í greinargerð með tillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi boðið til Akrahrepps segir að mikilvægt sé að vinna faglegt mat á kostum, göllum og tækifærum sem felast í sameiningu sveitarfélaganna tveggja og sýn um þá uppbyggingu sem þarf að ráðast í til að styrkja samkeppnishæfni og búsetuskilyrði samfélagsins í Skagafirði.

Lagt var til að hvort sveitarfélag fyrir sig tilnefndi fimm fulltrúa í viðræðurnar og að sótt yrði um fjárframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirrar vinnu. Eins er lagt til að niðurstaða liggi fyrir í lok ágúst og að íbúar fái þannig tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri við alþingiskosningar í lok september.

Verið að skoða næstu skref

Innan hreppsnefndar Akrahrepps var ekki full samstaða um að tímabært væri að hefja formlegar samningaviðræður. Þó telur nefndin það grundvöll fyrir allri ákvarðanatöku að farið verði í að meta hugsanlegan ávinning og veikleika mögulegrar sameiningar á forsendum sveitarfélagsins og með hag samfélagsins alls að leiðarljósi.

„Slík vinna yrði unnin í víðtæku samráði við íbúa og niðurstaðan lögð fyrir þá til ákvörðunar um framhaldið“, segir í bókun frá fundi hreppsnefndar Akrahrepps þar sem þessi mál voru til umræðu.

„Ekki náðist samstaða um málið innan hreppsnefndar en eins og önnur sveitarfélög þá er Akrahreppur sífellt að leita leiða til þess að auka velferð og þjónustu við íbúa á sama tíma og það skiptir máli að sveitarfélagið sé vel rekið fjárhagslega. Það er of snemmt að segja meira á þessu stigi málsins annað en að verið er að skoða næstu skref,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps.

Sjáum þessa þróun víða í kringum okkur

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir að sú hugsun hafi búið að baki að sameinuð væru sveitarfélögin enn öflugri og gætu veitt íbúum sínum enn betri þjónustu en nú er en jafnframt verið öflugur málsvari héraðsins alls í hinum fjölmörgu hagsmunamálum sem það snerta.

„Þessa þróun í átt til stærri og öflugri sveitarfélaga sjáum við víða í kringum okkur, m.a. eru nágrannar okkar í Austur-Húnavatnssýslu í formlegum sameiningarviðræðum, einnig Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit, auk fjögurra sveitarfélaga á Suðurlandi sem stefna á atkvæðagreiðslu í september nk. um sameiningu þeirra. Önnur sveitarfélög eru einnig í startholunum og má nefna að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð ætla að ákveða í sumar hvort þau hefji formlegar sameiningarviðræður, auk þess sem Dalabyggð hefur greint frá því að sveitarstjórn þar ætli að bjóða kollegum sínum í Húnaþingi vestra og Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit til fundar til að ræða mögulegar sameiningar,“ segir Sigfús Ingi.

„Við sjáum af viðbrögðum nágranna okkar í Akrahreppi að það er vilji þar til að vinna faglegt mat á kostum, göllum og tækifærum sem felast í sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Við fögnum því auðvitað og teljum það farsælt skref. Í kjölfar þess og samtals við íbúana er hægt að taka ákvörðun um hvort gengið verður til formlegra viðræðna um sameiningu Skagafjarðar í eitt heildstætt og öflugt sveitarfélag.“

Hvernig vindar blása í Blönduhlíð

Varaoddvitinn í Akrahreppi, Einar Gunnarsson, bókaði á fundi hreppsnefndar Akrahrepps að leiði sú vinna sem hreppsnefnd hafi ákveðið, þ.e. að hefja vinnu á kostum og göllum sameiningar flytjist öll ákvarðanataka um stærstu hagsmunamál íbúa Akrahrepps til pólitísks kjörinna fulltrúa í öðru sveitarfélagi, „en eins og kunnugt er snúast pólitískir hagsmunir ekki eftir því hvernig vindar blása í Blönduhlíð,“ segir í sérbókun Einars frá fundinum. Nefnir hann að á borði hreppsnefndar sé uppbygging skólanna í Varmahlíð, þar sem Akrahreppur eigi 25% eignarhlut og þá sé vinna við endurskoðun aðalskipulags nýhafin. „Samstarf sveitarfélaga, kaup og sala á þjónustu þeirra á milli án þess að staðsetning þeirra skipti máli verður sífellt auðveldari. Rafræn stjórnsýsla og störf án staðsetningar eiga eftir að auðvelda rekstur smærri sveitarfélaga. Akrahreppur hefur sjálfur fjárhagslegt bolmagn, mannauð og þekkingu til að reka gott samfélag áfram.“

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...