Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fóðrun mjólkurkúa á komandi vetri
Lesendarýni 4. september 2015

Fóðrun mjólkurkúa á komandi vetri

Vandasamasti tíminn í ári kýrinnar er síðasti mánuðurinn fyrir og fyrsti mánuðurinn eftir burð. Ef vel tekst til þennan tíma er eftirleikurinn oftast nær auðveldur og í mörgum tilfellum hægt að stilla á „sjálfstýringu“. 
 
Þetta tímabil á einstaklingurinn að hafa forgang og mikilvægt að fylgjast af mikilli nákvæmni með hverjum grip. Fóðrun í geldstöðu byggist á síðslegnu, kalísnauðu heyi, steinefnum, vítamínum og síðustu 3 vikurnar fyrir burð er gefið sérstakt kjarnfóður til að undirbúa vömbina fyrir sterkara fóður. Geldkýr eiga að vera sér og undir engum kringumstæðum eiga geldkýr að fá sama fóður og mjólkandi kýr.   
 
Eftir burð leggur mjólkurlaginn gripur allt í sölurnar til að framleiða mikla mjólk. Átgetan er takmörkuð, svo þörfum er ekki mætt. Á þessu tímabili býr kýrin að því hvernig til tókst í geldstöðunni, ekki aðeins með tilliti til fóðrunar en einnig hvað varðar aðbúnað. Það hefur sýnt sig að góður aðbúnaður hefur ekki síður mikið að segja í undirbúningnum fyrir mjaltaskeiðið.  
 
Gæði heyja 
 
Eins og flest ár er heyfengur bænda í ár líklega býsna misleitur, bæði eftir landshlutum og innan svæða. Í ár var tíðarfar sérstaklega óhagstætt til heyverkunar á Norðaustur- og Austurlandi.  Víða annars staðar náðust líklega nokkuð góð hey af fyrra slætti þótt magnið sé í lægri kantinum. Enn er víða eftir að ná seinna slætti og tvísýnt um gæði hans.  
 
Hámarksát og góð nýting á heyfengnum fæst með því að blanda hráefnum saman og fá einsleita blöndu. Fyrstu heilfóðurkerfin komu til landsins 2004 og síðan þá hefur þessi tækni ekki bara stuðlað að aukinni fjölbreytni í jarðrækt, betri landnýtingu og þar með aukinni sjálfbærni heldur einnig betra heilsufari, góðri nyt og góðri efnasamsetningu mjólkur.    
 
Fóðurblöndun
 
Með fóðurblöndun höfum við góða stjórn á efnasamsetningu fóðursins. Þar sem aðstæður leyfa hópskiptingu hjarðarinnar er hægt að koma til móts við þarfir hvers hóps án þess að sóa verðmætum hráefnum. Aftur á móti þar sem mjólkurkýrnar eru í einum hópi er búin til blanda í góðu jafnvægi við þarfir kúa í 20–25 kg dagsnyt og restina fá þær svo úr „hlutlausu“ kjarnfóðri. 
 
Það er mikill breytileiki í nyt milli búa. Þannig eru afurðahæstu búin með um 40% hærri nyt en meðalnyt skýrslufærðra búa. Er þetta viðunandi? Hvar vilt þú vera? Mikil tækifæri felast í því að auka nyt svo fremi sem það er gert á hagkvæman hátt.  Hlutur heimaaflaðs fóðurs ræður hér miklu. 
 
Í dag ræður efnainnihald mjólkur alfarið verði til bænda. Það er því mikilvægt að efnasamsetning fóðursins stuðli að hárri nyt og efnaríkri mjólk. Þetta á ekki aðeins við um orku, prótein, steinefni og vítamín heldur eru á markaðnum ótal fóðurefni eða „fæðubótarefni“ sem geta hjálpað til að tryggja þetta. Hér erum við að tala um fitusýrur, nauðsynlegar amínósýrur, ger, bindiefni fyrir myglueitur, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg dæmi eru um það að umtalsverður ávinningur fáist við markvissa notkun þessara efna. Fóðurblöndun gerir bændum kleift að nýta sér þessi úrræði á mjög raunhæfan og auðveldan hátt.   
 
Grétar Hrafn Harðarson
ráðgjafi Jötunn Véla ehf.

Skylt efni: fóðrun mjólkurkúa

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...