Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Landeldisbændur á deildarfundi.
Landeldisbændur á deildarfundi.
Mynd / sp
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Helst bar á góma umræður varðandi flokkun á fiskeldismannvirkjum til fasteignaskatta. Sagði formaðurinn, Bjarki Már Jóhannsson, að stærð og fjöldi mannvirkja í landeldi sé mikill og ljóst að flokkun mannvirkja á lóðum fyrirtækjanna hafi áhrif á afkomu fyrirtækja sem það stunda.

„Landeldi á laxi er landbúnaður og fiskeldistankar sannarlega húsnæði undir dýrahald. Því er rétt að horfa til þess að tankarnir sjálfir, sem og nauðsynlegur búnaður fyrir eldið, falli í sama flokk og aðrar byggingar sem nýtast undir dýrahald,“ sagði Bjarki.

Mikil tækifæri í nýtingu úrgangs

Þá voru úrgangsmál rædd í þaula. Áætlað er að framleiðsla landeldis verði komin í um 100-150 þúsund tonn á næstu fimm árum og því vonast til að sá úrgangur sem til fellur geti nýst sem hagkvæm uppspretta áburðar. Mikil tækifæri geti falist í úrganginum ef þannig verður tekið á málum en fram kom á fundinum að árlegur innflutningur af tilbúnum áburði hérlendis er um 50 þúsund tonn.

Gestur fundarins, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, sem leitt hefur vinnu við gerð loftslagsvegvísis bænda hjá BÍ, kynnti verkefnið Terraforming LIFE, sem miðar að þróun nýrrar aðferðar til að framleiða áburð og lífgas úr þeim lífræna úrgangi sem til fellur við landeldi og úr landbúnaði.

Ung búgrein

Fundarmenn voru sammála um að með ofangreint í huga væri mikilvægt að hafa skýra sýn, skapa bæði tíma og raunhæfa tímalínu, m.a. svo hægt væri að byggja upp innviði, enda landeldi ung búgrein.

Engar breytingar urðu á stjórninni en fundinn sátu formaðurinn, Bjarki Már Jóhannsson, Lárus Ásgeirsson, Jóhannes Gíslason, Hallgrímur Steinsson, Stefán Þór Winkel Jessen auk Ragnheiðar Bjarkar Halldórsdóttur og Gyðu Pétursdóttur, sem mun stýra hluta verkefnisins Terraforming LIFE fyrir hönd BÍ. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...