Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Mynd / Alexandra Dannenmann
Fréttir 21. júní 2023

Flest hross flutt til Þýskalands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls voru 665 hross flutt út á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.

Útflutningshrossin skiptust niður í 292 hryssur, 142 stóðhesta og 231 gelding og fóru þau til fimmtán landa. Meira en helmingur þeirra, 337 talsins, fóru til Þýskalands. Fjörutíu hross fóru til Bandaríkjanna, 59 til Svíþjóðar, 59 til Danmerkur, 43 til Sviss, 41 til Austurríkis og 22 til Frakklands.

Alls hafa 27 hrossanna fengið fyrstu einkunn í kynbótadómi. Hæst dæmdu útfluttu hross það sem af er ári eru stóðhestarnir Spaði frá Stuðlum (ae. 8,73), Organisti frá Horni I (ae. 8,72), Púki frá Lækjarbotnum (ae. 8,49), Kambur frá Akureyri (ae. 8,42), Steingerður frá Horni I (ae. 8,41), Sigurfari frá Sauðárkróki (ae. 8,41) og Boði frá Breiðholti, Gbr. (ae. 8,40). Ný heimkynni Spaða og Boða verður
Kentucky-ríki Bandaríkjanna.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...