Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Mynd / Alexandra Dannenmann
Fréttir 21. júní 2023

Flest hross flutt til Þýskalands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls voru 665 hross flutt út á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.

Útflutningshrossin skiptust niður í 292 hryssur, 142 stóðhesta og 231 gelding og fóru þau til fimmtán landa. Meira en helmingur þeirra, 337 talsins, fóru til Þýskalands. Fjörutíu hross fóru til Bandaríkjanna, 59 til Svíþjóðar, 59 til Danmerkur, 43 til Sviss, 41 til Austurríkis og 22 til Frakklands.

Alls hafa 27 hrossanna fengið fyrstu einkunn í kynbótadómi. Hæst dæmdu útfluttu hross það sem af er ári eru stóðhestarnir Spaði frá Stuðlum (ae. 8,73), Organisti frá Horni I (ae. 8,72), Púki frá Lækjarbotnum (ae. 8,49), Kambur frá Akureyri (ae. 8,42), Steingerður frá Horni I (ae. 8,41), Sigurfari frá Sauðárkróki (ae. 8,41) og Boði frá Breiðholti, Gbr. (ae. 8,40). Ný heimkynni Spaða og Boða verður
Kentucky-ríki Bandaríkjanna.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...