Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjórtán hæðir og bindur koltvísýring meðan það stendur
Fréttir 5. janúar 2016

Fjórtán hæðir og bindur koltvísýring meðan það stendur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu var tekið í notkun í Björgvin í Noregi hæsta timburhús sem reist hefur verið í heiminum fram til þessa. Húsið er fjórtán hæðir, grind úr límtré sem tilbúnum einingum er raðað inn í.

Metið stendur þó ekki lengi því ákveðið hefur verið að reisa 20 hæða timburháhýsi í Vancouver í Kanada sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2017. Kolefnisfótspor timburhúsa er sáralítið miðað við hús úr stáli og steinsteypu og timburhús geyma í sér kolefnið meðan þau standa.

Norska blaðið Dagsavisen greinir frá þessu og ræðir við Kjell Arne Malo hjá mannvirkjastofnun norska tækni- og náttúruvísindaháskólans NTNU í Þrándheimi. Hann spáir því að sex til tíu hæða blokkir úr timbri verði algeng sjón í norskum bæjum og borgum á komandi árum. Malo stýrir fjögurra ára verkefni sem felst í að þróa hentugar aðferðir við smíði stórra timburbygginga sem standist kröfur um hagkvæmni og gæði. Norsk, sænsk og þýsk fyrirtæki taka þátt í verkefninu ásamt arkitektum, verkfræðingum, athafnamönnum og birgjum en norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið styrkir það gegnum Forskningsrådet, norska rannsóknarráðið.

Bindur koltvísýring

Timbur er eina endurnýjanlega byggingarefnið sem völ er á og stuðlar að bindingu koltvísýrings. Sylvi Listhaug, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, segir í samtali við Dagsavisen að þetta sé einmitt áhersluatriði hjá loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Listhaug telur að nota megi timbur meira í byggingariðnaði í borgum og bæjum. Auknir flutningar fólks í þéttbýli og nágrenni þéttbýlisstaða þrýsti á að landið verði nýtt betur og þá þurfi að byggja upp í loftið. Til þess henti timbur mjög vel enda létt og sterkt efni og fljótlegt að reisa timburhús.

En þrátt fyrir þessa góðu og augljósu eiginleika timbursins eru há timburhús ekki algeng sjón í norsku þéttbýli. Ástæðu þess rekja menn helst til brunans mikla sem varð í Álasundi árið 1904. Kjell Arne Malo segir að eftir brunann hafi verið lagt bann viðað reisa hærri timburhús en tveggja hæða í þéttbýli þar í landi. Því banni hafi ekki verið aflétt fyrr en 1997 og þess vegna megi segja að þróun byggingartækni fyrir stórhýsi úr timbri hafi legið niðri í heila öld.

Malo tekur í sama streng og Listhaug og bendir á að timbur beri höfuð og herðar yfir önnur byggingarefni þegar litið sé til loftslagsmálanna. Við framleiðslu sements og steinsteypu losni mikill koltvísýringur út í andrúmsloftið og við stálframleiðslu sé miklu magni af kolum brennt með sömu afleiðingum. En þegar trén vaxa binda þau koltvísýring og meðan timburhúsin standa geymist sá koltvísýringur vel í byggingunni sjálfri.

Heimsmetið stendur ekki lengi

Sjálfbærni og binding koltvísýrings hafði mikið að segja um þá ákvörðun byggingafélagsins BOB BBL að reisa þessa fjórtán hæða byggingu sína úr timbri en ekki öðrum byggingarefnum. Það segir Kenneth Øivind Monsen, kynningarfulltrúi fyrirtækisins. Byggingin er kölluð Tréð (Treet). Grindin er gerð úr rammgerðum límtrésbitum og byggingarlagið hið sama og algengt er við smíði trébrúa. Í grindina var svo raðað tilbúnum timbureiningum sem framleiddar voru í Eistlandi. Monsen segist aðspurður telja að timburháhýsum muni fjölga á komandi árum enda lofi húsið nýja í Björgvin mjög góðu.

Heimsmetið í Björgvin mun ekki standa lengi því nú er í deiglunni enn hærri timburblokk í Vancouver í Kanada. Sú verður tuttugu hæðir og er áætlað að hún verði tilbúin eftir tæp tvö ár, haustið 2017. Vaxandi áhugi er á slíkum byggingum víða um heim og má búast við að fleiri og enn hærri timburháhýsi rísi á komandi árum. Nútímalegar timburbyggingar eru mjög öruggar og eldtraustar. Þær hafa jafnvel yfirburði yfir byggingar úr stáli því stál getur bráðnað í eldsvoða en vel frágengið timbur er lengi að brenna og heldur styrk sínum mjög lengi þótt kvikni í.

Áform sem þessi eru mjög í takt við loftslagsumræðuna og lífhagkerfið svokallaða sem mjög er til umræðu um þessar mundir. Norðmen hafa tekið mjög afgerandi og ákveðin skref í átt til lífhagkerfisins og vinna ekki aðeins á heimavelli að slíkum málum heldur víða um heim, ekki síst í fátækari löndum. Trond Einar Pedersen, verkefnisstjóri hjá norska rannsóknarráðinu Forskningsrådet, segir að stuðningur við sjálfbærniverkefni sé lyftistöng fyrir rannsóknir á sviði matvælaframleiðslu, nútímalegra byggingarhátta, samgangna og velferðarþjónustu. Rannsóknir á hringrásum í umhverfinu og aðferðum til betri auðlindanýtingar séu snar þáttur í þeim verkefnum sem nú sé unnið að. /skogur.is

Skylt efni: Byggingar | tré | Skógrækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...