Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Mynd / HKr.
Líf og starf 12. júní 2017

Fjör í Flóa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa markar eins konar upphaf fjölskylduhátíða sveitarfélaga landsins þetta sumarið. Hátíðin var haldin dagana 26. til 28. maí í og við félagsheimilið Þingborg í Flóahreppi. 
 
Fjöldi fólks mætti á svæðið til að upplifa það sem í boði var. Þar stóð sveitarstjórinn, Eydís Þ. Indriðadóttir, m.a. vaktina og grillaði uxakjöt frá Litla-Ármóti af miklum móð fyrir gestina. Við hlið hennar stóð og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, og grillaði gómsætt lambakjöt. 
 
Gamlar dráttarvélar vekja alltaf jafn mikla forvitni hjá forföllnum dráttarvélaáhugamönnum.
 
Á útisvæði var búið að koma fyrir uppblásnum kastala fyrir börnin og á túninu var dráttarvélasýning. Þar gat að líta bæði gamlar og virðulegar vélar sem og glæný tæki frá fjölmörgum dráttarvélainnflytjendum. Eins mátti sjá þarna nokkra virðulega gamla bíla, eins og rússneskar Moskovich-bifreiðar og háfætt torfærutröll sem búið var að smíða upp úr gamalli Lödu-fólksbifreið. 
 
Brunavarnir Árnessýlu mættu einnig á svæðið með þrjá bíla. Þar gat að líta hefðbundinn slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabifreið. Fengu gestir að skoða gripina og börnin fengu líka að sprauta vatni, máta á sig hjálma og jafnvel að kveikja á sírenum. Þeir allra huguðustu fengu svo far upp í háloftin í körfu á körfubíl slökkviliðsmanna. 
 
Karen Eva Harðardóttir fékk að prófa græjurnar hjá Brunavörnum Árnessýslu.. 

 

Skylt efni: Fjör í Flóa

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...