Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Mynd / HKr.
Líf og starf 12. júní 2017

Fjör í Flóa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa markar eins konar upphaf fjölskylduhátíða sveitarfélaga landsins þetta sumarið. Hátíðin var haldin dagana 26. til 28. maí í og við félagsheimilið Þingborg í Flóahreppi. 
 
Fjöldi fólks mætti á svæðið til að upplifa það sem í boði var. Þar stóð sveitarstjórinn, Eydís Þ. Indriðadóttir, m.a. vaktina og grillaði uxakjöt frá Litla-Ármóti af miklum móð fyrir gestina. Við hlið hennar stóð og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, og grillaði gómsætt lambakjöt. 
 
Gamlar dráttarvélar vekja alltaf jafn mikla forvitni hjá forföllnum dráttarvélaáhugamönnum.
 
Á útisvæði var búið að koma fyrir uppblásnum kastala fyrir börnin og á túninu var dráttarvélasýning. Þar gat að líta bæði gamlar og virðulegar vélar sem og glæný tæki frá fjölmörgum dráttarvélainnflytjendum. Eins mátti sjá þarna nokkra virðulega gamla bíla, eins og rússneskar Moskovich-bifreiðar og háfætt torfærutröll sem búið var að smíða upp úr gamalli Lödu-fólksbifreið. 
 
Brunavarnir Árnessýlu mættu einnig á svæðið með þrjá bíla. Þar gat að líta hefðbundinn slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabifreið. Fengu gestir að skoða gripina og börnin fengu líka að sprauta vatni, máta á sig hjálma og jafnvel að kveikja á sírenum. Þeir allra huguðustu fengu svo far upp í háloftin í körfu á körfubíl slökkviliðsmanna. 
 
Karen Eva Harðardóttir fékk að prófa græjurnar hjá Brunavörnum Árnessýslu.. 

 

Skylt efni: Fjör í Flóa

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...