Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Mynd / MHH
Líf og starf 27. október 2017

Fjölmenn þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kirkjugestir skörtuðu sínum fínasta klæðnaði þegar þeir mættu til þjóðbúningamessu í Villingaholtskirkju í Flóa sunnudaginn 8. október.
 
Konurnar í sínum búningum og karlarnir í sínum. Þetta er í annað skipti sem boðað er til þjóðbúningamessu að frumkvæði sóknarnefndar. Eftir messuna var boðið til messukaffi í félagsheimilinu Þjórsárveri (Pálínuboð) þar sem gestir komu með veitingar á hlaðborðið en sóknarnefndin sá um kaffi og aðra drykki.
 
Þrjár konur komu í faldbúningum frá 17. og 18. öld til messunnar sem þær saumuðu sjálfar á sig, glæsilega gert. Þetta eru, frá vinstri, Elín Jóna Traustadóttir, Tungufelli og þær Eyrún Olsen Jensdóttir og Brynja Þórarinsdóttir, sem báðar búa á Selfossi. Þær saumuðu allar faldbúningana sína hjá Annríki í Hafnarfirði sem Ásmundur, sonur Aðalheiðar í Ferjunesi í Flóa og Guðrún Hildur Rosenkjær, kona hans, reka. Ásmundur smíðar skartið en Guðrún Hildur stjórnar saumunum.
 
Laufey Guðmundsdóttir, 97 ára frá Egilsstaðakoti í Flóa, mætti að sjálfsögðu í þjóðbúningamessuna í sínum fallega þjóðbúning.

Skylt efni: þjóðbúningar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...