Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Mynd / MHH
Líf og starf 27. október 2017

Fjölmenn þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kirkjugestir skörtuðu sínum fínasta klæðnaði þegar þeir mættu til þjóðbúningamessu í Villingaholtskirkju í Flóa sunnudaginn 8. október.
 
Konurnar í sínum búningum og karlarnir í sínum. Þetta er í annað skipti sem boðað er til þjóðbúningamessu að frumkvæði sóknarnefndar. Eftir messuna var boðið til messukaffi í félagsheimilinu Þjórsárveri (Pálínuboð) þar sem gestir komu með veitingar á hlaðborðið en sóknarnefndin sá um kaffi og aðra drykki.
 
Þrjár konur komu í faldbúningum frá 17. og 18. öld til messunnar sem þær saumuðu sjálfar á sig, glæsilega gert. Þetta eru, frá vinstri, Elín Jóna Traustadóttir, Tungufelli og þær Eyrún Olsen Jensdóttir og Brynja Þórarinsdóttir, sem báðar búa á Selfossi. Þær saumuðu allar faldbúningana sína hjá Annríki í Hafnarfirði sem Ásmundur, sonur Aðalheiðar í Ferjunesi í Flóa og Guðrún Hildur Rosenkjær, kona hans, reka. Ásmundur smíðar skartið en Guðrún Hildur stjórnar saumunum.
 
Laufey Guðmundsdóttir, 97 ára frá Egilsstaðakoti í Flóa, mætti að sjálfsögðu í þjóðbúningamessuna í sínum fallega þjóðbúning.

Skylt efni: þjóðbúningar

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...