Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Endurnýja á gamla unmennafélagsreitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi.
Endurnýja á gamla unmennafélagsreitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi.
Fréttir 15. febrúar 2018

Fjölmargar hugmyndir um nýtingu skóglendis

Eyjafjarðarsveit festi nýlega kaup á  skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa.
 
Sveitarstjórn hefur áhuga á að ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Efnt var til hugmyndasamkeppni þar sem leitað var til íbúa sveitarfélagsins um hvernig best væri að nýta svæðið. Fjölmargar hugmyndir bárust.
 
Berjaland
 
Ein hugmyndanna snýst um að nýta skóglendið sem berjaland fyrir íbúa, m.a. með því að grisja bjartan skóg með hindberjum, rifs- og sólberjum, hrúta- og laxaberjum og jarðarberjum sen njóta skjóls í skóginum. Gjöfult berjaland mætti einnig nýta við kennslu. Bent er á að víða í útlöndum eru matarskógar, en ekki er vitað til að slíkt hafi verið reynt hér á landi. 
 
Þá var varpað fram hugmyndum um að staðsetja grillhús á svæðinu, setja upp rennirólu og einnig að setja upp hjólabraut í gegnum skóginn, sem gæti nýst sem fjallaskíðabraut að vetrarlagi. Frisbígolfvöllur var nefndur og eins að útbúa svonefndan berfættra, eða skynjunarstíg, sem er með margvíslegu yfirborði, hörðu og mjúku.
 
Fullbúin útikennsluaðstaða
 
Nefnt var og að setja upp líkamsræktartæki í skóginum sem og leiktækjum  og þá helst úr efniviði skógarins. Einnig að setja upp fræðsluskilti um trjátegundir, blómgróður, fugla, skordýr og sveppi sem líklegt er að séu á svæðinu. Einnig væri gott að þróa áfram aðstöðu fyrir leik- og grunnskóla til að fullbúin útikennsluaðstaða yrði í skóginum. Stalla má setja í brekku við skógarskýlið, koma upp salernisaðstöðu  í skóginum og eins þyrfti drykkjarvatn að vera aðgengilegt þar yfir sumarmánuðina.Þá var og nefnt að ljúka þyrfti við göngustíg frá göngubrú frá Aldísarlundi upp á mel norðan Reykár en þar vantar góð þrep.
 
Menningarsögulegt gildi
 
Endurnýja á gamla ungmennafélags­reitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á  næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi. Þessi reitur var oft kallaður Aldísarreitur vegna þess að Aldís á Stokkahlöðum annaðist lengst af um hann, hann hefur því menningarsögulegt gildi og mikilvægt að halda við því sem eftir er af honum. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...