Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fengur frá Krossi er kominn í leitirnar.
Fengur frá Krossi er kominn í leitirnar.
Fréttir 24. ágúst 2015

Fjögur hross af sjö komin í leitirnar

Höfundur: smh
Við greindum frá því í lok júní síðastliðnum að það hefði verið auglýst í smáauglýsinga­hlutanum hér í blaðinu eftir sjö hrossum sem eig­andanum hafði verið meinað að fá til sín. Elín S. Kristinsdóttir, eigandi þessara hrossa, greindi þá frá sögu sinni  þar sem fram kom að frá því að hún varð að fullu eigandi hrossanna sjö, hefði hún ekkert séð til þeirra. 
 
Forsögu þessa máls má rekja til deilna á milli Elínar og fyrrum sambýlismanns hennar um eignarhald á umræddum hrossum, sem endaði með hæstarréttardómi í september á síðasta ári, skiptafundi, uppboði í lok nóvember og síðan útgáfu afsals sýslumanns í byrjun desember.
 
Að sögn Elínar gaf maður sig fram fljótlega í kjölfar umfjöllunar blaðsins. „Þá hafði maður samband og spurðist fyrir um nafnið á fyrrum sam­býlismanninum þar sem hann grunaði að hann væri með fjögur af þessum sjö hrossum í sinni umsjá. Hann hafði fengið þau gefins til heimaslátrunar og það hefði legið fyrir að koma því í verk fljótlega. Nafnið stemmdi en það var vinur þess sem hringdi sem áttaði sig á því að líklega væri hann með hluta þeirra hrossa sem ég auglýsti eftir. Ég fór svo fljótlega í heimsókn til hans til að ganga úr skugga um þetta og ég þekkti hrossin strax. Við  vildum bæði láta lesa örmerkin á þeim og var það gert daginn eftir og hrossin síðan afhent. Lögreglan var viðstödd svo ekki færi á milli mála að ég hefði fengið hrossin í mína vörslu. Maðurinn sem afhenti mér þau hafði ekki hugmynd um örmerkingar hrossa og það að koma þeim í heimaslátrun hefur sennilega átt að leiða til þess að ekki yrði hægt að fá vitnesku um afdrif  þeirra,“ segir Elín. 
 
Kæran stendur
 
Málinu er enn ekki lokið og kæran stend­ur gagnvart fyrrum sambýlismanni Elínar og samverkafólki hans. Enn vantar þrjár hryssur, þær Fold frá Krossi dökkjarpa (sn. IS2003235761), Freyju frá Krossi rauða tvístjörnótta, (sn.  IS2001235760) og Svöl frá Skarði 1, móvindótta (sn. IS2003235761). „Kæran lýtur að því að halda hesta sem eru í minni eign með ólögmætum hætti og neita að afhenda þá eða upplýsa hvar þeir eru,“ segir Elín. Í kærunni kemur fram það mat að kærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum ákvæðum um fjárdrátt. Þá hafi samverkafólk hans gerst brotlegt við ákvæði sömu laga um hlutdeild eða eftir atvikum hylmingu. 
 
Freyr Karlsson, maðurinn sem fékk hrossin fjögur í sínar hendur í nóvember síðastliðnum, ætlaði að slátra þeim til neyslu fyrir sig og fjölskyldu sína nú í haust. Hann staðfestir að maðurinn sem kom með þau til sín sé fyrrum sambýlismaður Elínar. Hann segir að skýrt hafi verið tekið fram að þetta væru ekki reiðhestar; þeir væru með tungubasl, hentu fólki af sér og fleira. Þar af leiðandi væri best að slátra þeim. Ástæðuna fyrir því að fyrrum sambýlismaðurinn kom þeim ekki í sláturhús sagði hann við Frey vera þá að það væri langur biðtími í sláturhúsum. Freyr er sjálfur trésmiður að atvinnu og tómstundarbóndi með nokkrar kindur og kálfa í Vogum. Hann segist gefinn fyrir hrossakjöt og honum hefði ekki þótt verra að fá það gefins eins og raunin átti að vera með hross Elínar. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...