Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjallskil
Fréttir 2. mars 2016

Fjallskil

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing hefur samþykkt ályktun um að sveitarstjórnir á landinu öllu gæti þess að fara eftir og framfylgja öllum ákvæðum sem að þeim snúa í lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni og fjallskil þannig að fjallskil verði fullnægjandi í hverju sveitarfélagi.


Stjórn BÍ er falið að kanna hvar á landinu fjallskilum er helst ábótavant og hlutist til um að sveitarfélög sem þar eiga hlut að máli framfylgi skyldum sínum með tillögum til úrbóta.

Stjórn BÍ vinni í samstarfi við búnaðarsambönd eða búgreinafélög að því að fá upplýsingar á landsvísu fyrir haustið. Þar sem ábótavant er verði sveitarfélögum send áskorun um úrbætur.

Í greinargerð með ályktuninni segir að víða um land eru heimtur ekki nægilega góðar, og verið að heimta fé fram eftir vetri. Með fækkun íbúa í sveitum er þekking á smalamennsku að minnka og auk þess hafa sum sveitarfélög fækkað dagsverkum við smölun. Þetta leiðir til vandræða.
 

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...