Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína
Fréttir 27. maí 2019

Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína

Höfundur: smh

Fjallalamb hf. á Kópaskeri hefur verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja inn lambakjöt frá Íslandi og getur útflutningur hafist í næstu sláturtíð.

Matvælastofnun greinir frá þessum tíðindum á vef sínum. Þar kemur fram að málið eigi sér fjögurra ára forsögu. „Undanfarin 4 ár hefur Matvælastofnun í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína unnið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Síðastliðið haust var undirritaður samningur milli Íslands og Kína um skilyrði, heilbrigðiskröfur og eftirlit vegna útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökkunarstöð og frystigeymslu fyrirtækisins til útflutnings á lambakjöti til Kína.

Mikilvægustu kröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja kjöt af lömbum yngri en 6 mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum.

Fjallalamb hf uppfyllir þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra yfirvalda og það hefur nú verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f