Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu
Fréttir 17. júlí 2018

Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem feli í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála.

Lögð er áhersla á að í landsskipulagsstefnu verði sett fram stefna um hvernig beita megi skipulagsgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að bindingu þeirra og bregðast við og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru óumflýjanlegar.

Þá er áhersla á að sett verði fram stefna um skipulagsgerð með tilliti til landslags í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðum. Sérstaklega verði fjallað um óbyggð víðerni í því sambandi, skipulag vindorkunýtingar með tilliti til landslags og um skipulag með tilliti til landslagsverndar.

Loks er lögð áhersla á sett verði fram stefna og leiðbeiningar um skipulagsgerð sem stuðli að bættri lýðheilsu og vellíðan.

Auk framangreindra breytinga er Skipulagsstofnun falið að yfirfara gildandi stefnu varðandi haf- og strandsvæði með tilliti til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Gert er ráð fyrir að tillaga Skipulagsstofnunar að breytingu á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 berist ráðuneytinu eigi síðar en í desember 2019.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...