Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu
Fréttir 17. júlí 2018

Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem feli í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála.

Lögð er áhersla á að í landsskipulagsstefnu verði sett fram stefna um hvernig beita megi skipulagsgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að bindingu þeirra og bregðast við og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru óumflýjanlegar.

Þá er áhersla á að sett verði fram stefna um skipulagsgerð með tilliti til landslags í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðum. Sérstaklega verði fjallað um óbyggð víðerni í því sambandi, skipulag vindorkunýtingar með tilliti til landslags og um skipulag með tilliti til landslagsverndar.

Loks er lögð áhersla á sett verði fram stefna og leiðbeiningar um skipulagsgerð sem stuðli að bættri lýðheilsu og vellíðan.

Auk framangreindra breytinga er Skipulagsstofnun falið að yfirfara gildandi stefnu varðandi haf- og strandsvæði með tilliti til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Gert er ráð fyrir að tillaga Skipulagsstofnunar að breytingu á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 berist ráðuneytinu eigi síðar en í desember 2019.

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...