Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjaðrárgljúfur. Mat umhverfisráðuneytisins er að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin.
Fjaðrárgljúfur. Mat umhverfisráðuneytisins er að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin.
Mynd / Erla Þórey Ólafsdóttir
Fréttir 24. júní 2022

Fjaðrárgljúfur selt einkaaðilum og verður friðlýst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra og Hveraberg ehf. kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafa undirritað með sér samkomulag.

Samkomulagið kveður á um að umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið fellur frá forkaupsrétti jarðarinnar og kaupandinn lýsir sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins, enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu.

Kaupverð jarðarinnar er 280 milljónir króna og ætla nýir eigendur að reisa þar þjónustumiðstöð, bæta bílastæði og hefja innheimtu bílastæðagjalda.

Í tilkynningu vegna friðlýsingarinnar segir að í apríl síðastliðnum hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölu jarðarinnar Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar.

Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins.

Forkaupsréttur gildir áfram

Samkvæmt lögum um náttúruvernd hefur ríkissjóður forkaupsrétt að jörðum og öðrum landareignum sem eru að hluta eða öllu leyti á náttúruminjaskrá.

Mat ráðuneytisins er að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda verður vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda.

Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta.

Gjöld renna til uppbyggingar

Innheimta gjalda skal ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningar vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:

„Það er ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrár- gljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta
þess að heimsækja.“

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.