Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Fréttir 23. júlí 2015

Fimmtíu milljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglaræktendur í miðríkjum Bandaríkjanna hafa þurft að slátra tæplega 50 milljón kjúklingum og kalkúnum vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á 15 ríki Bandaríkjanna. Veiran sem veldur sýkingunni er stofn sem kallast H5N2.

Iowa-ríki hefur komið verst út úr fuglaflensunni og þar hefur meira en 31 milljón alifuglum verið slátrað. Þar af eru um 40% af öllum varphænum í ríkinu.

Ástandið í Iowa vegna fuglaflensunnar var svo slæmt um tíma að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi á tímabili. Starfsmenn hænsnabúa þar sem sýkingin hefur komið upp eru undir sérstöku eftirliti heilbrigðisyfirvalda hafi flensan borist í menn. Í Minnesota hefur þurft að slátra nálega 9 milljón kalkúnum.

Umfang slátrananna til að hindra útbreiðslu flensunnar er gríðarleg og í sumum tilfellum hefur kvoðu eins og er í slökkvitækjum verið dælt inn í fuglaeldishús til að drepa fuglana. Eftir slátrun eru fuglarnir urðaðir en magnið er slíkt að sumar urðunarstöðvar hafa neitað að taka við meira af dauðum fuglum en þegar hefur verið gert.

Líklegt er talið að draga muni úr útbreiðslu fuglaflensunnar á næstu vikum þar sem hægir á útbreiðslu veirunnar sem henni veldur í hita og þurrki. Sérfræðingar segja aftur á móti líkur á að ný tilfelli sýkinga brjótist út með haustinu þegar kólnar í veðri og loftraki eykst. Auk þess sem farfuglar á leið suður á bóginn til vetrarstöðvanna geti borið veiruna í sér og í eldisfugla. Sumir vísindamenn segja mögulegt að veiran sem um ræðir geti borist milli búa með vindi.

Verð á eggjum hækkaði um rúm 84% í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í júní síðastliðnum vegna þessa eins versta tilfellis fuglaflensu sem herjað hefur á fuglabú þar samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Verð á alifuglakjöti hefur einnig hækka undanfarið vegna minnkandi framboðs í kjölfar sýkingarinnar.

Talsmenn dýraverndarsamtaka segja löngu tímabært að endurskoða hvernig eldi alifugla fer fram á stórum fuglabúum með velferð dýranna, afkomu bænda og matvælaöryggi neytenda að leiðarljósi. Einnig hefur verið bent á að endurskoða þurfi reglur og varúðarráðstafanir sem settar hafa verið til varnar útbreiðslu fuglaflensu, en þær hafa að mestu reynst gagnslausar.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f