Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Fréttir 23. júlí 2015

Fimmtíu milljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglaræktendur í miðríkjum Bandaríkjanna hafa þurft að slátra tæplega 50 milljón kjúklingum og kalkúnum vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á 15 ríki Bandaríkjanna. Veiran sem veldur sýkingunni er stofn sem kallast H5N2.

Iowa-ríki hefur komið verst út úr fuglaflensunni og þar hefur meira en 31 milljón alifuglum verið slátrað. Þar af eru um 40% af öllum varphænum í ríkinu.

Ástandið í Iowa vegna fuglaflensunnar var svo slæmt um tíma að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi á tímabili. Starfsmenn hænsnabúa þar sem sýkingin hefur komið upp eru undir sérstöku eftirliti heilbrigðisyfirvalda hafi flensan borist í menn. Í Minnesota hefur þurft að slátra nálega 9 milljón kalkúnum.

Umfang slátrananna til að hindra útbreiðslu flensunnar er gríðarleg og í sumum tilfellum hefur kvoðu eins og er í slökkvitækjum verið dælt inn í fuglaeldishús til að drepa fuglana. Eftir slátrun eru fuglarnir urðaðir en magnið er slíkt að sumar urðunarstöðvar hafa neitað að taka við meira af dauðum fuglum en þegar hefur verið gert.

Líklegt er talið að draga muni úr útbreiðslu fuglaflensunnar á næstu vikum þar sem hægir á útbreiðslu veirunnar sem henni veldur í hita og þurrki. Sérfræðingar segja aftur á móti líkur á að ný tilfelli sýkinga brjótist út með haustinu þegar kólnar í veðri og loftraki eykst. Auk þess sem farfuglar á leið suður á bóginn til vetrarstöðvanna geti borið veiruna í sér og í eldisfugla. Sumir vísindamenn segja mögulegt að veiran sem um ræðir geti borist milli búa með vindi.

Verð á eggjum hækkaði um rúm 84% í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í júní síðastliðnum vegna þessa eins versta tilfellis fuglaflensu sem herjað hefur á fuglabú þar samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Verð á alifuglakjöti hefur einnig hækka undanfarið vegna minnkandi framboðs í kjölfar sýkingarinnar.

Talsmenn dýraverndarsamtaka segja löngu tímabært að endurskoða hvernig eldi alifugla fer fram á stórum fuglabúum með velferð dýranna, afkomu bænda og matvælaöryggi neytenda að leiðarljósi. Einnig hefur verið bent á að endurskoða þurfi reglur og varúðarráðstafanir sem settar hafa verið til varnar útbreiðslu fuglaflensu, en þær hafa að mestu reynst gagnslausar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...