Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Fréttir 23. júlí 2015

Fimmtíu milljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglaræktendur í miðríkjum Bandaríkjanna hafa þurft að slátra tæplega 50 milljón kjúklingum og kalkúnum vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á 15 ríki Bandaríkjanna. Veiran sem veldur sýkingunni er stofn sem kallast H5N2.

Iowa-ríki hefur komið verst út úr fuglaflensunni og þar hefur meira en 31 milljón alifuglum verið slátrað. Þar af eru um 40% af öllum varphænum í ríkinu.

Ástandið í Iowa vegna fuglaflensunnar var svo slæmt um tíma að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi á tímabili. Starfsmenn hænsnabúa þar sem sýkingin hefur komið upp eru undir sérstöku eftirliti heilbrigðisyfirvalda hafi flensan borist í menn. Í Minnesota hefur þurft að slátra nálega 9 milljón kalkúnum.

Umfang slátrananna til að hindra útbreiðslu flensunnar er gríðarleg og í sumum tilfellum hefur kvoðu eins og er í slökkvitækjum verið dælt inn í fuglaeldishús til að drepa fuglana. Eftir slátrun eru fuglarnir urðaðir en magnið er slíkt að sumar urðunarstöðvar hafa neitað að taka við meira af dauðum fuglum en þegar hefur verið gert.

Líklegt er talið að draga muni úr útbreiðslu fuglaflensunnar á næstu vikum þar sem hægir á útbreiðslu veirunnar sem henni veldur í hita og þurrki. Sérfræðingar segja aftur á móti líkur á að ný tilfelli sýkinga brjótist út með haustinu þegar kólnar í veðri og loftraki eykst. Auk þess sem farfuglar á leið suður á bóginn til vetrarstöðvanna geti borið veiruna í sér og í eldisfugla. Sumir vísindamenn segja mögulegt að veiran sem um ræðir geti borist milli búa með vindi.

Verð á eggjum hækkaði um rúm 84% í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í júní síðastliðnum vegna þessa eins versta tilfellis fuglaflensu sem herjað hefur á fuglabú þar samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Verð á alifuglakjöti hefur einnig hækka undanfarið vegna minnkandi framboðs í kjölfar sýkingarinnar.

Talsmenn dýraverndarsamtaka segja löngu tímabært að endurskoða hvernig eldi alifugla fer fram á stórum fuglabúum með velferð dýranna, afkomu bænda og matvælaöryggi neytenda að leiðarljósi. Einnig hefur verið bent á að endurskoða þurfi reglur og varúðarráðstafanir sem settar hafa verið til varnar útbreiðslu fuglaflensu, en þær hafa að mestu reynst gagnslausar.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...