Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Fréttir 30. ágúst 2018

Fimmtíu keppendur tóku þátt í hrútaþuklinu í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sunnudaginn 19. ágúst fór Íslands­meistara­mótið í hrútadómum fram á Sauð­fjársetri  á Ströndum og var mikið um dýrðir. Fjöldi fólks kom þar saman að skoða  hrútana, fylgjast með þuklurunum, skrafa og skeggræða í dásemdar veðurblíðu.

Um fimmtíu keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og áætlar starfsfólk Sauðfjársetursins að yfir 300 manns hafi heimsótt Sævang yfir daginn og skemmt sér konunglega. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum og er keppt um Íslandsmeistaratitil í þeim flokki. Í hinum riðlinum keppa óvanir hrútaþuklarar sem eiga að raða þessum sömu fjórum veturgömlu hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd jafnan búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en að þessu sinni var Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur frá Víðidalstungu, yfirdómari.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigraði Elín Þóra Stefánsdóttir í Bolungarvík, í öðru sæti var Marinó Bjarnason á Eysteinseyri í Tálknafirði, í þriðja sæti voru Guðlaug Elíasdóttir og Hrefna Sigurgeirsdóttir í Minni Hlíð, Bolungarvík. Líklegt er að þau keppi öll um Íslandsmeistaratitilinn að ári.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum og við Djúp. Lömbin voru frá  bæjunum  Broddanesi, Húsavík, Bassastöðum, Miðhúsum og Skjaldfönn. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...