Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Fréttir 30. ágúst 2018

Fimmtíu keppendur tóku þátt í hrútaþuklinu í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sunnudaginn 19. ágúst fór Íslands­meistara­mótið í hrútadómum fram á Sauð­fjársetri  á Ströndum og var mikið um dýrðir. Fjöldi fólks kom þar saman að skoða  hrútana, fylgjast með þuklurunum, skrafa og skeggræða í dásemdar veðurblíðu.

Um fimmtíu keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og áætlar starfsfólk Sauðfjársetursins að yfir 300 manns hafi heimsótt Sævang yfir daginn og skemmt sér konunglega. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum og er keppt um Íslandsmeistaratitil í þeim flokki. Í hinum riðlinum keppa óvanir hrútaþuklarar sem eiga að raða þessum sömu fjórum veturgömlu hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd jafnan búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en að þessu sinni var Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur frá Víðidalstungu, yfirdómari.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigraði Elín Þóra Stefánsdóttir í Bolungarvík, í öðru sæti var Marinó Bjarnason á Eysteinseyri í Tálknafirði, í þriðja sæti voru Guðlaug Elíasdóttir og Hrefna Sigurgeirsdóttir í Minni Hlíð, Bolungarvík. Líklegt er að þau keppi öll um Íslandsmeistaratitilinn að ári.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum og við Djúp. Lömbin voru frá  bæjunum  Broddanesi, Húsavík, Bassastöðum, Miðhúsum og Skjaldfönn. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...