Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic
Mynd / The White Guide Nordic
Fréttir 19. október 2016

Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic

Höfundur: smh

Listi yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum fyrir næsta ár hefur verið gefinn út, en hann byggist á niðurstöðum The White Guide Nordic-bókarinnar, sem sérhæfir sig í mati á gæðum veitingastaða. Fimmtán íslenskir staðir eru nú á listanum, en voru sautján í fyrra.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir á Norðurlöndum verið metnir í bókinni og raðað eftir gæðum en í bókinni fyrir 2017, sem verður formlega gefin út þann 31. október næstkomandi, er einnig að finna veitingastaði Eystrasaltslandanna. Íslensku veitingastaðirnir eru eftirfarandi, en niðurröðun eftir stigagjöf mun liggja fyrir þann 31. október.  

 • Austur - Indiafjelagid Reykjavik
 • Dill Reykjavík
 • Fiskfélagið (Fish Company) Reykjavík
 • Fiskmarkaðurinn (Fishmarket) Reykjavík
 • Gallery Restaurant Hotel Holt Reykjavik
 • Grillið Reykjavík
 • Grillmarkadurinn (Grillmarket) Reykjavík
 • Kol Reykjavík
 • Lava restaurant Grindavík
 • Matur og Drykkur Reykjavík
 • Norð Austur Sushi & Bar Seyðisfjörður
 • Rub 23 Akureyri
 • Slippurinn Westman Islands
 • Snaps Reykjavík
 • Vox (Hilton Hotel) Reykjavík

Í fyrra skoraði Dill í Reykjavík hæst íslenskra veitingastaða, Slippurinn í Vestmannaeyjum næst hæst og Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík varð þriðji í röðinni. Noma í Kaupmannahöfn var þá útnefndur besti veitingastaður Norðurlanda.

Í bókinni eru 325 veitingastaðir tilgreindir á Norðurlöndum en 60 frá Eystrasaltslöndunum. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...