Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic
Mynd / The White Guide Nordic
Fréttir 19. október 2016

Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic

Höfundur: smh

Listi yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum fyrir næsta ár hefur verið gefinn út, en hann byggist á niðurstöðum The White Guide Nordic-bókarinnar, sem sérhæfir sig í mati á gæðum veitingastaða. Fimmtán íslenskir staðir eru nú á listanum, en voru sautján í fyrra.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir á Norðurlöndum verið metnir í bókinni og raðað eftir gæðum en í bókinni fyrir 2017, sem verður formlega gefin út þann 31. október næstkomandi, er einnig að finna veitingastaði Eystrasaltslandanna. Íslensku veitingastaðirnir eru eftirfarandi, en niðurröðun eftir stigagjöf mun liggja fyrir þann 31. október.  

 • Austur - Indiafjelagid Reykjavik
 • Dill Reykjavík
 • Fiskfélagið (Fish Company) Reykjavík
 • Fiskmarkaðurinn (Fishmarket) Reykjavík
 • Gallery Restaurant Hotel Holt Reykjavik
 • Grillið Reykjavík
 • Grillmarkadurinn (Grillmarket) Reykjavík
 • Kol Reykjavík
 • Lava restaurant Grindavík
 • Matur og Drykkur Reykjavík
 • Norð Austur Sushi & Bar Seyðisfjörður
 • Rub 23 Akureyri
 • Slippurinn Westman Islands
 • Snaps Reykjavík
 • Vox (Hilton Hotel) Reykjavík

Í fyrra skoraði Dill í Reykjavík hæst íslenskra veitingastaða, Slippurinn í Vestmannaeyjum næst hæst og Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík varð þriðji í röðinni. Noma í Kaupmannahöfn var þá útnefndur besti veitingastaður Norðurlanda.

Í bókinni eru 325 veitingastaðir tilgreindir á Norðurlöndum en 60 frá Eystrasaltslöndunum. 

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.