Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic
Mynd / The White Guide Nordic
Fréttir 19. október 2016

Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic

Höfundur: smh

Listi yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum fyrir næsta ár hefur verið gefinn út, en hann byggist á niðurstöðum The White Guide Nordic-bókarinnar, sem sérhæfir sig í mati á gæðum veitingastaða. Fimmtán íslenskir staðir eru nú á listanum, en voru sautján í fyrra.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir á Norðurlöndum verið metnir í bókinni og raðað eftir gæðum en í bókinni fyrir 2017, sem verður formlega gefin út þann 31. október næstkomandi, er einnig að finna veitingastaði Eystrasaltslandanna. Íslensku veitingastaðirnir eru eftirfarandi, en niðurröðun eftir stigagjöf mun liggja fyrir þann 31. október.  

  • Austur - Indiafjelagid Reykjavik
  • Dill Reykjavík
  • Fiskfélagið (Fish Company) Reykjavík
  • Fiskmarkaðurinn (Fishmarket) Reykjavík
  • Gallery Restaurant Hotel Holt Reykjavik
  • Grillið Reykjavík
  • Grillmarkadurinn (Grillmarket) Reykjavík
  • Kol Reykjavík
  • Lava restaurant Grindavík
  • Matur og Drykkur Reykjavík
  • Norð Austur Sushi & Bar Seyðisfjörður
  • Rub 23 Akureyri
  • Slippurinn Westman Islands
  • Snaps Reykjavík
  • Vox (Hilton Hotel) Reykjavík

Í fyrra skoraði Dill í Reykjavík hæst íslenskra veitingastaða, Slippurinn í Vestmannaeyjum næst hæst og Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík varð þriðji í röðinni. Noma í Kaupmannahöfn var þá útnefndur besti veitingastaður Norðurlanda.

Í bókinni eru 325 veitingastaðir tilgreindir á Norðurlöndum en 60 frá Eystrasaltslöndunum. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...