Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic
Mynd / The White Guide Nordic
Fréttir 19. október 2016

Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic

Höfundur: smh

Listi yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum fyrir næsta ár hefur verið gefinn út, en hann byggist á niðurstöðum The White Guide Nordic-bókarinnar, sem sérhæfir sig í mati á gæðum veitingastaða. Fimmtán íslenskir staðir eru nú á listanum, en voru sautján í fyrra.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir á Norðurlöndum verið metnir í bókinni og raðað eftir gæðum en í bókinni fyrir 2017, sem verður formlega gefin út þann 31. október næstkomandi, er einnig að finna veitingastaði Eystrasaltslandanna. Íslensku veitingastaðirnir eru eftirfarandi, en niðurröðun eftir stigagjöf mun liggja fyrir þann 31. október.  

  • Austur - Indiafjelagid Reykjavik
  • Dill Reykjavík
  • Fiskfélagið (Fish Company) Reykjavík
  • Fiskmarkaðurinn (Fishmarket) Reykjavík
  • Gallery Restaurant Hotel Holt Reykjavik
  • Grillið Reykjavík
  • Grillmarkadurinn (Grillmarket) Reykjavík
  • Kol Reykjavík
  • Lava restaurant Grindavík
  • Matur og Drykkur Reykjavík
  • Norð Austur Sushi & Bar Seyðisfjörður
  • Rub 23 Akureyri
  • Slippurinn Westman Islands
  • Snaps Reykjavík
  • Vox (Hilton Hotel) Reykjavík

Í fyrra skoraði Dill í Reykjavík hæst íslenskra veitingastaða, Slippurinn í Vestmannaeyjum næst hæst og Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík varð þriðji í röðinni. Noma í Kaupmannahöfn var þá útnefndur besti veitingastaður Norðurlanda.

Í bókinni eru 325 veitingastaðir tilgreindir á Norðurlöndum en 60 frá Eystrasaltslöndunum. 

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...