Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic
Mynd / The White Guide Nordic
Fréttir 19. október 2016

Fimmtán íslenskir veitingastaðir í nýrri útgáfu The White Guide Nordic

Höfundur: smh

Listi yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum fyrir næsta ár hefur verið gefinn út, en hann byggist á niðurstöðum The White Guide Nordic-bókarinnar, sem sérhæfir sig í mati á gæðum veitingastaða. Fimmtán íslenskir staðir eru nú á listanum, en voru sautján í fyrra.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir á Norðurlöndum verið metnir í bókinni og raðað eftir gæðum en í bókinni fyrir 2017, sem verður formlega gefin út þann 31. október næstkomandi, er einnig að finna veitingastaði Eystrasaltslandanna. Íslensku veitingastaðirnir eru eftirfarandi, en niðurröðun eftir stigagjöf mun liggja fyrir þann 31. október.  

 • Austur - Indiafjelagid Reykjavik
 • Dill Reykjavík
 • Fiskfélagið (Fish Company) Reykjavík
 • Fiskmarkaðurinn (Fishmarket) Reykjavík
 • Gallery Restaurant Hotel Holt Reykjavik
 • Grillið Reykjavík
 • Grillmarkadurinn (Grillmarket) Reykjavík
 • Kol Reykjavík
 • Lava restaurant Grindavík
 • Matur og Drykkur Reykjavík
 • Norð Austur Sushi & Bar Seyðisfjörður
 • Rub 23 Akureyri
 • Slippurinn Westman Islands
 • Snaps Reykjavík
 • Vox (Hilton Hotel) Reykjavík

Í fyrra skoraði Dill í Reykjavík hæst íslenskra veitingastaða, Slippurinn í Vestmannaeyjum næst hæst og Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík varð þriðji í röðinni. Noma í Kaupmannahöfn var þá útnefndur besti veitingastaður Norðurlanda.

Í bókinni eru 325 veitingastaðir tilgreindir á Norðurlöndum en 60 frá Eystrasaltslöndunum. 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...