Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2021

Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur birt skýrslu um áburðareftirlit á síðasta ári. Það voru tekin 50 sýni í vor af jafnmörgum tegundum og hjá fimm innflutningsfyrirtækjum, auk þess sem merkingar og umbúðir voru skoðaðar. Efnagreiningar fimm áburðartegunda sýndu gildi undir leyfðum vikmörkum.

Ein áburðartegund frá Búvís stóðst ekki kröfur og fjórar frá Fóðurblöndunni. Áburðartegundirnar hafa verið teknar af skrá og má ekki dreifa þeim fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. 

Kadmíum ekki yfir leyfilegum mörkum 

Kadmíum var alls staðar undir leyfðum mörkum, en það var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Það var oftast undir mælanlegum mörkum.

Á síðasta ári fluttu alls 24 fyrirtæki inn 302 tegundir af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur voru 15 á skrá og því voru áburðarfyrirtæki samtals 39 með skráða starfsemi árið 2020. 

Nálgast má eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar fyrir síðasta ár, og nokkur ár aftur í tímann, á vefnum mast.is.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...