Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2021

Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur birt skýrslu um áburðareftirlit á síðasta ári. Það voru tekin 50 sýni í vor af jafnmörgum tegundum og hjá fimm innflutningsfyrirtækjum, auk þess sem merkingar og umbúðir voru skoðaðar. Efnagreiningar fimm áburðartegunda sýndu gildi undir leyfðum vikmörkum.

Ein áburðartegund frá Búvís stóðst ekki kröfur og fjórar frá Fóðurblöndunni. Áburðartegundirnar hafa verið teknar af skrá og má ekki dreifa þeim fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. 

Kadmíum ekki yfir leyfilegum mörkum 

Kadmíum var alls staðar undir leyfðum mörkum, en það var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Það var oftast undir mælanlegum mörkum.

Á síðasta ári fluttu alls 24 fyrirtæki inn 302 tegundir af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur voru 15 á skrá og því voru áburðarfyrirtæki samtals 39 með skráða starfsemi árið 2020. 

Nálgast má eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar fyrir síðasta ár, og nokkur ár aftur í tímann, á vefnum mast.is.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.