Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2021

Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur birt skýrslu um áburðareftirlit á síðasta ári. Það voru tekin 50 sýni í vor af jafnmörgum tegundum og hjá fimm innflutningsfyrirtækjum, auk þess sem merkingar og umbúðir voru skoðaðar. Efnagreiningar fimm áburðartegunda sýndu gildi undir leyfðum vikmörkum.

Ein áburðartegund frá Búvís stóðst ekki kröfur og fjórar frá Fóðurblöndunni. Áburðartegundirnar hafa verið teknar af skrá og má ekki dreifa þeim fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. 

Kadmíum ekki yfir leyfilegum mörkum 

Kadmíum var alls staðar undir leyfðum mörkum, en það var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Það var oftast undir mælanlegum mörkum.

Á síðasta ári fluttu alls 24 fyrirtæki inn 302 tegundir af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur voru 15 á skrá og því voru áburðarfyrirtæki samtals 39 með skráða starfsemi árið 2020. 

Nálgast má eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar fyrir síðasta ár, og nokkur ár aftur í tímann, á vefnum mast.is.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...