Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfé telst vera næststærsti bústofninn, eða 432.740 fjár. Þar hefur hins vegar orðið veruleg fækkun í stofninum frá 2016 þegar stofninn taldi 474.704 skepnur.
Sauðfé telst vera næststærsti bústofninn, eða 432.740 fjár. Þar hefur hins vegar orðið veruleg fækkun í stofninum frá 2016 þegar stofninn taldi 474.704 skepnur.
Mynd / BBL
Fréttir 15. apríl 2019

Ferfætlingar og fiðurfénaður Íslendinga teljast vera 1.554.482

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt árskýrslu Matvæla­stofnunar, MAST, hefur verið fjölgun dýra í öllum býfjárgreinum nema í sauðfjárhaldi og loðdýrarækt. Nýjustu tölur um hross landsmanna sýna einnig töluverða fækkun frá fyrra ári, en skýringuna er að finna í uppstokkun og leiðréttingum á talnasöfnun í þeirri grein. 
 
Í töflunni eru hross sögð vera 53.136, en það er samkvæmt haustskýrslum. Í endurbættu kerfi áætlar MAST hins vegar að þau séu um 73.000. Þannig er heildartala búfjár um 1.554.482, en ekki 1.534.482 ef miðað er við töfluna. 
 
Samkvæmt tölum MAST áttu Íslendingar yfir 1,5 milljónir búfjár  um síðustu áramót. Þar af voru alifuglar flestir, eða 942.921. 
 
 
Veruleg fækkun í sauðfjárstofninum
 
Sauðfé telst vera næststærsti bústofninn, eða 432.740 fjár. Þar hefur hins vegar orðið veruleg fækkun í stofninum frá 2016 þegar stofninn taldi 474.704 skepnur. Frá 2016 til 2017 fækkaði sauðfé um 14.939. Því fækkaði svo enn meira 2018, eða um 27.026 fjár. Það er 5,88% fækkun milli ára. 
 
Mikil breyting í talningu hrossa
 
Árið 2018 skiluðu umráðamenn búfjár rúmlega 5.402 haustskýrslum,  sem er um 17% aukning frá fyrra ári. Skýrist það meðal annars af breyttu fyrirkomulagi í gagnasöfnun hrossa, að því er segir í ársskýrlu MAST.
 
Gerð var grundvallarbreyting á skráningu hrossa að mögulegt var að skrá haustskýrslu í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Með þessu var gerð tilraun til að auðvelda skráningu hrossa á haustskýrslu. Þessi nýjung tókst eins og við mátti búast þegar nýjungar eru kynntar til sögunnar, sem kalla á breytt vinnubrögð. 
 
Endurbætur á gagnasöfnun hrossa árið 2018
 
Þær tölur sem söfnuðust á haustskýrslur árið 2018 í samanburði við fyrirliggjandi tölur í WorldFeng gefa betri grunn til að áætla fjölda hrossa í landinu. Búnaðarstofa MAST áætlar að fjöldinn sé á bilinu 73 þúsund með 5% skekkjumörkum. Nú er komið í veg fyrir tvískráningar sem var ákveðin hætta á áður. Ástæðan er að nú liggja einstaklingsnúmer hrossa í hjarðbók að baki hverrar haustskýrslu. Aðrar betrumbætur sem fylgt hafa þessum breytingum eru að nú eru ítarlegri upplýsingar um staðsetningar hrossanna aðgengilegar ásamt því að fleiri hross eru nú skráð með réttan umráðamann, en umráðamenn eru meðal annars ábyrgir fyrir fóðrun, umhirðu og vörslu hrossanna. Búnaðarstofa MAST vill af þessi tilefni vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna um kaup og sölu hrossa og að hjarðbókarupplýsingar séu uppfærðar jafnóðum í heimarétt WorldFengs, og vísar þar í reglugerð um merkingar búfjár nr. 
 
Tekið skal fram að með framangreindum breytingum á skráningum haustskýrslna var umráðamönnum hrossa gert kleift að uppfylla ákvæði laga um búfjárhald og reglugerðar um merkingar búfjár á sama tíma, þá bæði hvað varðar skilaskyldu haustskýrslu og skráningu upplýsinga í hjarðbók. Breytingarnar í haust leiddu meðal annars í ljós að skráningu upplýsinga í hjarðbók var ábótavant. Upplýsingar komu fram um fjölda hrossa sem voru til að mynda ekki örmerkt eins og lög kveða á um, fjöldi hrossa var skráður lifandi í hjarðbók sem höfðu verið felld, og töluvert var um vanskráningar á geldingum stóðhesta. Búnaðarstofa MAST telur að vel hafi tekist til með breytingarnar í heild sinni og gerir ráð fyrir að þessar breytingar muni skila sér að fullu á þessu og næsta ári með aukinni kynningu til eigenda hrossa.
 
Gögn um fjölda nautgripa miðast við haustskýrslur bænda í lok árs 2018, Fjöldi nautgripa er samtala fjölda mjólkurkúa, holdakúa til undaneldis, kelfdra kvíga, geldneyta eldri en eins árs, kvígukálfa yngri en eins árs og nautkálfa yngri en eins árs. Samkvæmt tölum Búnaðarstofu fjölgaði nautgripum um 678 frá fyrra ári, eða um 0,84%. Búum fækkaði um 25 á milli ára en þau eru 783 talsins.
 
Fjölgun nautgripa
 
Nautgripum hefur fjölgað mjög á Íslandi frá 2013 þegar þeir töldust vera 68.014. Á  milli áranna 2013 til 2014 fjölgaði þeim um 5,82% og um 1,58% í viðbót á árinu 2015. Árið  2016 fjölgaði svo í stofninum um 1.09% og aftur um 0,84% árið 2018. Samkvæmt haustskýrslum  taldist nautgripastofninn vera 81.573 skepnur, en samkvæmt útgefnum tölum þann 20. mars 2019 eru gripirnir 81.469 talsins.  Mjólkurkúm hefur samt fækkað frá 2017 úr 26.742 í 26.477 kýr. Þær voru hins vegar flestar árið 2015 eða 27.441. 
 
Holdakúm fjölgar 
 
Greinilegt er að kúabændur hafa verið að veðja á aukna kjötframleiðslu því fjöldi holdakúa til undaneldis hefur aukist úr 1.708 árið 2012 í 2.640 árið 2018. Þá hefur búum með holdakýr fjölgað úr 122 í 133 á sama tímabili.  
 
Geitastofninn að rétta við
 
Ánægjulegt er að sjá að íslenski geitastofninn er hægt og bítandi að hjarna við. Þannig hefur geitum fjölgað úr 857 árið 2012 í 1.492 árið 2018. Fjöldi búa sem ala geitur hefur sömu leiðis aukist, eða úr 86 árið 2012 í 118 árið 2018, samkvæmt tölum MAST. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...