Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Mynd / MHH
Fréttir 22. janúar 2016

Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýjasta nýtt í íslenskri ferðaþjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni.
 
Fyrstu kúlunni hefur verið komið fyrir í skóginum í Hrosshaga í Biskupstungum. Kúlan, sem mætti kalla jólakúlu, er um 20 til 25 fermetrar og þar geta 2–4 komið sér inn, lagst á dýnurnar og horft upp í loftið í þeirri von að sjá falleg norðurljós og stjörnur þegar dimmt er. Hugmyndina að ferðamannakúlunni á Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull úr Biskupstungum. 
 
„Verkefnið hefur gengið mjög vel, kúlan er að slá í gegn og segja allir mikla upplifun að vera í henni. Japanir hafa spurt mikið út í svona kúlu enda sérstakir áhugamenn um norðurljós og stjörnuljós,“ segir Róbert sem heldur úti norðurljósa- og vetrarferðaþjónustusíðu þar sem hann er í miklu sambandi við erlenda ferðamenn.

2 myndir:

Skylt efni: ferðaþjónusta

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...