Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Mynd / MHH
Fréttir 22. janúar 2016

Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýjasta nýtt í íslenskri ferðaþjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni.
 
Fyrstu kúlunni hefur verið komið fyrir í skóginum í Hrosshaga í Biskupstungum. Kúlan, sem mætti kalla jólakúlu, er um 20 til 25 fermetrar og þar geta 2–4 komið sér inn, lagst á dýnurnar og horft upp í loftið í þeirri von að sjá falleg norðurljós og stjörnur þegar dimmt er. Hugmyndina að ferðamannakúlunni á Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull úr Biskupstungum. 
 
„Verkefnið hefur gengið mjög vel, kúlan er að slá í gegn og segja allir mikla upplifun að vera í henni. Japanir hafa spurt mikið út í svona kúlu enda sérstakir áhugamenn um norðurljós og stjörnuljós,“ segir Róbert sem heldur úti norðurljósa- og vetrarferðaþjónustusíðu þar sem hann er í miklu sambandi við erlenda ferðamenn.

2 myndir:

Skylt efni: ferðaþjónusta

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.