Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda.
Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2015

Félagsleg vandamál eru orsök vanrækslu á dýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) var haldinn að Reykjum í Hrútafirði 10.–11. apríl síðastliðinn. Meðal ályktana fundarins er að vanræksla á dýrum eigi sér félagslegar orsakir og beri að meðhöndla sem félagslegt vandamál. Fjöldi ályktana voru samþykktar á fundinum.

Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hefja gerð nýrra búvörusamninga strax og krefjast samtökin þess að kallaðir verði til fulltrúar frá SUB þegar hafist verður handa við samningsgerðina.

Samtökin taka undir þau sjónarmið ráðherra að samningar verði gerðir til langs tíma. Mikilvægt er að áhersla verði lögð á kerfi sem auðveldi nýliðum að komast inn og að stuðningur verði við nýliðun í öllum greinum landbúnaðar, þar sem það er góð fjárfesting fyrir þjóðfélagið. Nýliðun eykur framleiðni, nýsköpun, metnað og framfarir og það er landbúnaðinum hollt að fá nýja aðila inn.

Aukin velferð dýra og bænda

Aðalfundurinn hvetur sjávarútvegs-  og landbúnaðarráðherra til að ráðast í endurskoðun verkferla þegar kemur að málum er varða vanrækslu dýra. Í greinargerð með samþykktinni segir að ítrekuð vanræksla á dýrum sé svartur blettur á stétt bænda. Leita ætti allra leiða til að uppræta búrekstur þar sem vanræksla þrífst. Það er auðséð að þær leiðir sem farnar hafa verið hafa skilað of litlu. Víða hefur vanræksla liðist svo árum skiptir. Ef raunverulegur vilji er til að ráða bót á þeim vanda er því mál til komið að reyna nýjar aðferðir. Vanræksla er ekki ástand sem heilbrigður bóndi getur hugsað sér að horfa upp á. Ef til vill er það kjarni vandans, að bóndinn gangi ekki heill til skógar.

Félagsleg vandamál eru orsök margra barnaverndarmála og því rökrétt að sama gildi um dýraverndarmál. Í stað þess að beita sömu aðferðum ítrekað, sem skila litlum árangri, er því vænlegra að ráðast að rót vandans. Með því að veita bændum raunverulega aðstoð mætti ef til vill bæta ástandið víða. Aðalfundur SUB telur þetta vera mál sem ættu heima á borði félagsþjónustunnar jafnt og Matvælastofnunar og hvetur til samstarfs þar á milli.

Fundurinn harmar vinnubrögð Landgræðslu ríkisins við gerð umsagna fyrir landbótaáætlanir í gæðastýringu, og þann átakafarveg sem málið virðist komið í. Fundurinn hvetur Landgræðsluna til að endurskoða vinnubrögð sín og kröfur í þessu máli.

Dýralæknaþjónusta

Samtök ungra bænda skorar á land­búnaðar­ráðherra og hlutaðeigandi aðila að tryggja lágmarks dýralæknaþjónustu á landsbyggðinni. Einnig leggur fundurinn til að reglum um lyfjanotkun og vörslu dýralyfja verði breytt þannig að skortur á aðgengi komi ekki niður á velferð dýra. Á fundinum var einnig skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að tryggja gott nám í þeim greinum er snúa að landbúnaðinum. Góð menntun og öflugt rannsóknarstarf er grundvöllur framfara í landbúnaði. Samtök ungra bænda lýsa sig tilbúin til viðræðna við ráðherra um það hvernig þessum málum verði best háttað.

Lyfjanotkun í landbúnaði

Í ályktun fundarins um lyfjanotkun í landbúnaði eru allir hlutaðeigandi aðilar hvattir til að halda því á lofti við íslenska neytendur hversu lítil lyfjanotkun er í íslenskum landbúnaði í samanburði við önnur lönd enda mikil vakning meðal neytenda um gæði matvæla og þar sem íslensk matvælaframleiðsla er mjög hrein er gott að nýta þessa sérstöðu í markaðssetningu.

Í greinargerð með ályktuninni segir að neytendur geri kröfur um gæði matvara og það styrkir stöðu íslenskra búvara hversu lítil notkun er á lyfjum í framleiðslu þeirra. Íslenskur landbúnaður þarf að vera undir það búinn að fá erlenda samkeppni og er þetta mjög sterkt vopn í þeirri baráttu. Hægt er að líta til vistvænnar eggjaframleiðslu þar sem lögð er áhersla á gæði og hreinleika vörunnar, sem skilar sér í aukinni sölu og möguleika á hærra verði.

Íslensk grænmetisframleiðsla er mjög hrein og hefur það sýnt sig að íslenskir neytendur velja íslenskt grænmeti fram yfir erlent, þrátt fyrir hærra verð. Matvælaeftirlit á Íslandi er öflugt og er rétt að láta neytendur vita af því.

SUB kannar aðila að BÍ

Á fundinum var stjórn Samtaka ungra bænda falið að kanna kosti þess að SUB gerist aðildarfélag Bændasamtaka Íslands og að stjórnin beri síðan tillögu um mögulega aðild undir næsta aðalfund SUB eða auka-aðalfund þyki þess þurfa. 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...