Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Farmallinn á Íslandi sjötugur
Fræðsluhornið 19. febrúar 2015

Farmallinn á Íslandi sjötugur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrstu Farmall A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða þann 18. febrúar 1945 með flutningskipinu „Gyda“.

Þóroddur Már Árnason, vélvirki í Neskaupstað, hefur tekið saman gögn um þessar vélar sem ekki hafa áður verið birt opinberlega. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að eftir að bækur Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru opnaðar fyrir nokkrum misserum, þá hafi hann látið afrita skýrslur um dráttarvélainnflutning Sambandsins. Er samantekt Þórodds eftirfarandi:

25 vélar og kostaði hver þeirra 5.960 krónur

Í þessari fyrstu sendingu árið 1945 voru 25 vélar með þyngdarklossum og reimskífu. Kostuðu vélarnar 5.960 krónur.

Öllum vélunum fylgdi sláttuvél

Öllum þessum vélum fylgdi sláttuvél af gerðinni 16A. Flestum vélunum fylgdi plógur af gerðinni IH192A. Rúmum helmingi vélanna fylgdi diskaherfi, ýmist af gerð, 10A eða No.17-12 diska. Plógnum var lyft með pústinu og var kúturinn einatt notaður til að lyfta heyýtum sem smíðaðar voru á marga Farmall A. Með þessum fyrstu Farmall A dráttarvélum hófst í raun dráttarvélavæðing íslenskra sveita. Næsta sending, 50 stk., kemur svo í apríl. Alls flutti Sambandið inn 174 Farmalvélar þetta ár. Með startara og ljósum koma Farmalarnir ekki fyrr en 22.6 1946. 100 fyrstu Farmalarnir er komu það ár, voru framleiddir 1945.

Búinn að rekja saman raðnúmer og kaupendur nokkurra véla

Þóroddur er búinn að rekja saman raðnúmer (serial no.) og kaupendur á sjö af 25 Farmall A dráttarvélunum sem komu til landsins 1945. Hin raðnúmerin af vélum úr sömu sendingu eru birt hér til hliðar. Þeir sem hafa vélar með þessum númerum eða vita um kaupendur þeirra og sögu geta haft samband við Þórodd Má Árnason í Neskaupstað í síma 477-1618 eða sent honum upplýsingar á netfangið  mar2@simnet.is. 

Skylt efni: dráttarvélar | Farmall

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...