Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fagna löngum gildistíma búvörusamninga
Mynd / BBL
Fréttir 12. október 2016

Fagna löngum gildistíma búvörusamninga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landbúnaður er langstærsta og mikilvægasta atvinnugreinin á Norðurlandi vestra. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fagnar því að samningur ríkis og bænda taki til 10 ára og að hin lagalegu starfsskilyrði þeirra greina sem samningurinn tekur til liggi fyrir til svo langs tíma. 
 
Þetta kemur fram í umsögn stjórnar SSNV til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Þar segir einnig að Norðurland vestra sé eitt öflugasta landbúnaðarsvæði landsins og því skipti starfsskilyrði greinarinnar íbúa Norðurlands vestra gríðarlega miklu máli. 
 
Byggðasjónarmið hafi verulegt vægi
 
Stjórn SSNV styður markmið samninganna hvað það varðar að um sóknarsamninga verði að ræða og að ætlunin sé að efla samkeppnishæfni, auka fjölbreytni, stuðla að nýliðun og að landbúnaðurinn starfi í sátt við umhverfi en leggur áherslu á að byggðasjónarmið hafi verulegt vægi við framkvæmd samninganna.
Um er að ræða fjóra samninga, samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, nautgriparæktar, sauðfjárræktar og almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Stjórn SSNV telur mikilvægt að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem boðaðar eru í samningunum m.t.t. byggðaþróunar. Er þar m.a. átt við það að greiðslur verði auknar vegna gæðastýringar á kostnað greiðslumarks í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu.
 
Stjórn SSNV fagnar áformum um aukinn fjárfestingarstuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt og átaksverkefni til að auka virði sauðfjárafurða og einnig fagnar stjórn SSNV framlögum til ullarnýtingar og svæðisbundins stuðnings að því gefnu að horft verði til svæða sem falla vel að landbúnaðarframleiðslu og hafa búið við viðvarandi fólksfækkun.
 
Að markmiðunum verði náð
 
Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins eru lagðar til nokkrar áherslubreytingar. Lagt er til að aukin áhersla verði á jarðræktarstyrki m.a. vegna lands sem nýtt er til fóðuröflunar, nýliðun í greininni og stuðning við aðlögun að lífrænni framleiðslu og framlög vegna skógarafurða. Stjórn SSNV fagnar auknum stuðningi við ofangreind atriði en hvetur jafnframt til þess að byggðasjónarmið verði látin hafa áhrif á stuðning samkvæmt rammasamningnum.
 
Samkvæmt ofangreindum samningum er gert ráð fyrir að þeir verði endurskoðaðir á árunum 2019 og 2023. Að mati stjórar SSNV er afar mikilvægt að vandlega verði fylgst með því að markmið samninganna náist, sérstaklega þau byggðarlegu sjónarmið sem liggja til grundvallar s.s. í samningnum um sauðfjárrækt.
 
Öflugar afurðastöðvar í fjórðungnum
 
Í umsögn stjórnar SSNV segir að á Norðurlandi vestra séu sem betur fer starfandi öflugar afurðastöðvar sem taki við og fullvinni landbúnaðarafurðir. Afurðastöðvar þessar séu stórir vinnuveitendur á Norðurlandi vestra og sé því starfsemi þeirra afar mikilvæg fyrir landshlutann í heild. Stjórn SSNV leggur áherslu á að ekki verði þrengt að starfsemi afurðastöðva á Norðurlandi vestra með óþarflega þröngri túlkun á EES-samningnum.
 
SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið búvörulaga
 
Stjórn SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið frumvarps til búvörulaga en leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem þar eru lagðar til á byggðaþróun, sérstaklega á Norðurlandi vestra þar sem áratugum saman hefur verið mikil fólksfækkun. Íbúum landshlutans hefur fækkað um rétt 1.200 manns á síðustu 20 árum og er því öll óvissa um skilyrði greinarinnar til þess fallin að grafa enn frekar undan byggð í landshlutanum, segir í umsögn stjórnar SSNV til fjárlaganefndar Alþingis. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...