Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Samkvæmt tölum WorldFengs – upprunaættbókar íslenska hestsins, munu útflutt hross á árinu 2024 vera 1.318 hross talsins. Hrossin fóru til 19 landa. Árið 2023 voru útflutt hross alls 1.592 og árið 2022 voru þau 2.085 talsins.

Flest hross fóru til Þýskalands sem endranær, 596 talsins, en 154 hross voru flutt til Danmerkur, 125 til Austurríkis og 116 til Svíþjóðar.

Hross fóru einnig til Belgíu, Kanada, Sviss, Finnlands, Færeyja, Frakklands, Bretlands, Grænlands, Ungverjalands, Lúxemborgar, Hollands, Noregs, Póllands, Slóveníu og Bandaríkjanna.

Hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu er Húni frá Ragnheiðarstöðum, efsti hestur í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmóti hestamanna, en hann hlaut þá 8,72 í aðaleinkunn. Hann fór til Danmerkur en eigendur hans eru Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen.

Af öðrum hátt dæmdum útfluttum hrossum hingað til eru Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II, Hnokki frá Þóroddsstöðum, Flygill frá Stóra- Ási og Olga frá Lækjarmóti II.

Útflutningur á hrossum lá niðri um nokkurra vikna skeið í sumar vegna viðgerða á farmflugvél Icelandair Cargo sem sér um flutning hrossa frá Íslandi.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...