Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 28. desember 2017

Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018.

Í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgaði í þrettán. Nú hefur verið ákveðið fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“

Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn. „Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góðu lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu.

Fjölgað úr sjö í þrettán
Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvörusamningsins árið 2019. Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, endurskipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti. 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara