Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 28. desember 2017

Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018.

Í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgaði í þrettán. Nú hefur verið ákveðið fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“

Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn. „Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góðu lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu.

Fjölgað úr sjö í þrettán
Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvörusamningsins árið 2019. Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, endurskipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti. 

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...