Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd af erlendu sauðfé prýðir forsíðu nýrrar skýrslu KPMG um úttekt á afurðastöðvum í íslenskri kindakjötsframleiðslu.
Mynd af erlendu sauðfé prýðir forsíðu nýrrar skýrslu KPMG um úttekt á afurðastöðvum í íslenskri kindakjötsframleiðslu.
Mynd / KPMG
Fréttir 25. júlí 2018

Fækka þarf sláturhúsum og draga úr kindakjötsframleiðslu að mati KPMG

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í þeim hluta virðiskeðju sauðfjárafurða sem nefna má „frá bónda til búðar“ er arðsemi afurðastöðva óásættanleg. Margt bendir til þess að fjöldi sláturhúsa sé of mikill og að fækka þurfi sláturhúsum til að auka hagræði í greininni og minnka framleiðslumagn kindakjöts, segir í nýrri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið KPMG hefur gert á afurðastöðvum í kindakjötsframleiðslu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið um að gera úttekt á virðiskeðju afurðastöðva en tilgangurinn var að greina kostnað við slátrun, sölu og dreifingu sauðfjárafurða. Í kjölfarið mætti finna leiðir til að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni. Ætlunin er að nýta niðurstöðurnar við endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem nú stendur yfir.

Úttekt KPMG byggir m.a. á gögnum frá Hagstofu Íslands, upplýsingum frá afurðastöðvum sem og erlendum skýrslum um úttekt á sambærilegu málefni.

Hvar er hægt að ná hagræðingu?

Í skýrslunni er leitast við að svara áleitnum spurningum um mögulega hagræðingarmöguleika í virðiskeðju sauðfjárframleiðslunnar. M.a. er spurt hvort sláturhús séu of mörg og hægt að bæta nýtingu þeirra og hvort skipulagning slátrunar sé nægilega góð. Þá velta skýrsluhöfundar fyrir sér vörugæðum og hvort verðmæti vörunnar sé tryggt í framleiðsluferlum, s.s. í meyrnum, kælingu, pökkun og frágangi. Þá er spurt hvort hagkvæmt sé að lengja sláturtíð og auka verðmætasköpun með aukinni tæknivæðingu í sláturhúsum. Einnig er fjallað um það hvort ávinningur gæti verið að því að hafa sölu og dreifingu sauðfjárafurða frá öllum afurðastöðvum á einni hendi.

Verð á kindakjöti hefur ekki haldið í við verðlag frá árinu 2008

Í skýrslu KPMG kemur fram að alls séu 9 aðilar sem hafi leyfi og sinni sauðfjárslátrun. Alls eru tíu starfsstöðvar á landinu (Norðlenska er með tvær starfsstöðvar). Sex þeirra eru á norðanverðu landinu, þrjár á því sunnanverðu, ein á Vesturlandi en engin á Vestfjörðum. Á síðasta ári var framleiðsla áætluð 10.600 tonn af kindakjöti hér á landi og nam hún 33% af heildarkjötframleiðslu á landinu. Fram kemur að verð á kindakjöti hefur nánast staðið í stað frá 2011 og hefur lækkað frá árinu 2014 miðað við verðsöfnun fyrir vísitölu neysluverðs. Verð á kindakjöti hefur ekki haldið í við verðlag frá árinu 2008.

Heildarframleiðsluvirði sauðfjárafurða hefur lækkað um 23% frá árinu 2013 og nam í árslok 2017 um 8,2 milljörðum króna. Framleiðsla kindakjöts hefur aukist um 2,1% að jafnaði á ári síðustu 10 ár á meðan selt magn innanlands hefur aukist um 0,3%. Útflutningur hefur aukist um 14,6% á sama tíma.

Neysla á kindakjöti á hvern einstakling á Íslandi hefur minnkað um 15% á síðustu 10 árum. Neysla annarra kjötafurða hefur aukist en sú aukning er að mestu drifin af innfluttu kjöti. Hlutdeild innflutts kjöts hefur aukist úr 5% í 16% af heildarframleiðslu.

Í skýrslunni segir að afkoma afurðastöðva á rekstrarárinu 2016 hafi verið slæm en þó betri en árið 2015 og leiddi hún m.a. til þess að allar afurðastöðvar tilkynntu um lækkun á dilkaverði til sauðfjárbænda fyrir sláturtíðina 2017

Afurðastöðvar segja framleiðslumagn of mikið

Auk þess að afhenda upplýsingar úr rekstrinum fengu fulltrúar afurðastöðva sendar spurningar frá KPMG þar sem í svörum kennir ýmissa grasa. Fulltrúar afurðastöðvanna eru nokkuð sammála um að framleiðslumagn sé of mikið miðað við eftirspurn og verð á markaði. Framleiðslugeta núverandi tækja stendur undir sláturmagni að þeirra mati en möguleiki sé að nýta núverandi tækjabúnað betur. Flestir í greininni telja að sláturhúsum þyrfti að fækka til að mæta mögulega minni framleiðslu, lakari afkomu, tryggja betri nýtingu aðfanga og gera afurðastöðvum kleift að innleiða skilvirkari framleiðslulínur í framtíðinni.

Sláturleyfishafa telja hagræðingartækifæri geta legið í samvinnu í ákveðnum þáttum virðiskeðjunnar en slíkt þyrfti að skoða með tilliti til samkeppnislaga. Önnur tækifæri gætu legið í lengingu sláturtíðar til að auka framboð á fersku kjöt en taka þarf tillit til ýmissa kostnaðarliða eins og t.d. vinnuafls. Önnur tækifæri til hagræðingar gætu verið með lengingu á sláturtíð en taka þyrfti tillit til þess að flestir starfsmenn koma erlendis frá. Varðandi útflutning hafa ekki verið færð sannfærandi rök fyrir því að til séu markaðir þar sem hægt væri að selja íslenskt lambakjöt sem munaðarvöru á hærra verði en almennt gerist á heimsmarkaði. Samdráttur í framleiðslu er líklega skynsamasta viðbragðið við lágu útflutningsverði, að mati sláturleyfishafa.

Minnka þarf framleiðslumagn

Í niðurstöðum skýrslunnar telja höfundar hennar að mikilvægt sé að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar í framleiðslu kindakjöts. Skoða þarf leiðir til að minnka framleiðslumagn, auka framleiðni í greininni og minnka birgðabindingu afurðastöðva. Slíkar aðgerðir ættu að skila hagræðingu í greininni fyrir alla aðila í virðiskeðjunni, segir í skýrslunni. Fækkun afurðastöðva gæti aukið arðsemi ef sláturhúsin sem eftir verða hefðu svigrúm til frekari sjálfvirknivæðingar með tilheyrandi lækkun launakostnaðar og betri nýtingu fastafjármuna.

Aðkoma stjórnvalda að hagræðingu í greininni gæti verið í formi einhverskonar ívilnana, s.s. úreldingastyrkja. Ef afurðastöðvum yrði fækkað með aðkomu stjórnvalda er skynsamlegt að landfræðileg lega sláturhúsanna verði einn áhrifavaldur við ákvörðun um hvernig framtíðar fyrirkomulag þeirra verði háttað. Horfa þarf á flutning á sauðfé bæði með tilliti til kostnaðar og vegna dýraverndunarsjónarmiða.

Skýrsla KPMG er aðgengileg hér í heild sinni.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara