Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fæðuöryggi að veði
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 23. júní 2022

Fæðuöryggi að veði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Meira þarf til en boðaðan stuðning ríkisins til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti, að mati Trausta Hjálmarssonar, formanns Deildar sauðfjárbænda.

Miðað við uppreiknaðar rekstrar­ niðurstöður ársins 2021 batnar afkoma sauðfjárbænda ekki á milli ára. „Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði.

Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins,“ segir Trausti.

Viðbrögð fimm formanna búgreina við skýrslu spretthóps matvælaráðherra er heilt yfir jákvæð. Samkvæmt henni munu allir bændur sem hljóta jarðræktarstyrki og landgreiðslur fá 65% álag.

„Á síðasta ári voru framleidd 9.244 tonn af alifuglakjöti í landinu. Það þarf 2 tonn af fóðri til að framleiða 1 tonn af kjöti og því má gefa sér að það hafi þurft um 18.500 tonn fóðurs til framleiðslunnar. Skýrslan segir fóðurverð hafa hækkað um 30% undanfarna mánuði. Sú hækkun hefur í för með sér u.þ.b. 630 milljóna kr. hækkun á fóðurreikning alifuglaræktarinnar á ársgrundvelli,“ segir Guðmundur Svavarsson, formaður Deildar kjúklingabænda, en sá stuðningur sem lagt er til alifuglaræktar verður 25% af þeim kostnaðarauka sem búgreinin hefur orðið fyrir vegna fóðurverðshækkunar.

Ingvi Stefánsson, formaður Deildar svínaræktar, tekur í sama streng og gleðst yfir að grein hans hafi ekki gleymst. „Þær fjárhæðir sem spretthópurinn leggur til að fari til svínaræktarinnar mun bæta okkur um fjórðung af því fjárhagstjóni sem greinin hefur orðið fyrir á undanförnum misserum og munar vissulega um minna.“

Hann fagnar enn fremur að auknum fjámunum verði varið í jarðræktarstyrki, enda sé það lykillinn í því að efla fæðuöryggi.

Axel Sæland, formaður garðyrkju ­deildar BÍ, segir tillögur spretthóps vera að uppfylla þau skilyrði sem garðyrkjubændur náðu að koma inn í stjórnarsáttmálann. „Sem er vel, en þetta eru samt kröfur sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og því smáskrítið að þessi aðferð verði notuð til að ná því markmiði.

Þetta er einskiptisaðgerð og þarf því aftur að fara að berjast fyrir þessu réttlætismáli.“

Hann bendir enn fremur á að betra hefði verið að setja fjármagn beint til bænda í lífrænni ræktun í stað þess að auka fjármagn til aðlögunar að lífrænni framleiðslu þar sem fjármagnið sem sett var í aðlögun gekk ekki út á síðasta ári.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ, fagnar tillögum spretthóps en bendir á hnökra í útfærsluatriðum.

„Nautakjötsframleiðslan stóð mjög veik fyrir umræddar aðfanga hækkanir, nautgripabændur hafa gengið svo langt í hagræðingu í eigin rekstri að þeir hafa gengið á eigin launalið.“

Hún segir að horfa þurfi til varanlegra lausna til að skjóta tryggari stoðum undir allar greinar landbúnaðarins.

- Sjá nánar bls. 2 og 4. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...