Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Esther Sigfúsdóttir og Dagrún, dóttir hennar, hafa unnið að fjölmörgum verkefnum á Sauðfjársetrinu og alltaf þótt gaman að takast á við skemmtilegar áskoranir saman í starfi safnsins.
Esther Sigfúsdóttir og Dagrún, dóttir hennar, hafa unnið að fjölmörgum verkefnum á Sauðfjársetrinu og alltaf þótt gaman að takast á við skemmtilegar áskoranir saman í starfi safnsins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á Ströndum síðustu tólf ár, hefur sagt upp störfum.

Hún hættir þó ekki formlega fyrr en í haust að ósk stjórnar setursins. „Ákvörðunin um að hætta var alls ekki auðveld og ég vildi gjarnan að hún hefði verið tekin á öðrum forsendum. Forsvarsfólk sveitarfélagsins Strandabyggðar hefur staðið á bak við mjög neikvæða umræðu sem beinist að mínu fólki. Ég er búin að velta mikið fyrir mér hvort það að ég sé framkvæmdastjóri bitni á Sauðfjársetrinu, en það vil ég síst af öllu. Síðasta árið hugsaði ég hundrað sinnum um að segja upp starfinu og hætti jafnoft við, en nú hefur endanleg ákvörðun verið tekin,“ segir Esther.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Sauðfjársetrið á Ströndum sjálfstæð sjálfseignarstofnun, sem starfar í þágu samfélagsins, menningarmiðstöð og viðurkennt safn. Esther segist hafa sagt upp á stjórnarfundi núna eftir áramótin en að stjórn setursins hafi beðið hana að vinna fram á haust og það samþykkti hún. „Ég hef þannig tækifæri til að klára ýmis verkefni sem eru á dagskránni og vinn áfram við móttöku gesta í sumar,“ segir hún.

Náttúrubarnahátíð og Íslandsmót í hrútadómum

Fjöldi viðburða er á dagskrá í vor og sumar hjá Sauðfjársetrinu eins og undanfarin ár enda hlakkar Esther til næstu mánaða. „Stærstu viðburðirnir verða Náttúrubarnahátíð í júlí og Íslandsmótið í hrútadómum í ágúst. Mér finnst líka ótrúlega gaman að hitta allt fólkið sem kemur í heimsókn til okkar og spjalla við gestina um allt mögulegt. Það er skemmtilegt sumar fram undan með mínum góðu og skemmtilegu starfskonum, Laufeyju, Gullu og Dagrúnu.“

Þegar Esther er spurð hvað standi upp úr hjá henni eftir þessi 12 ár er hún fljót til svars.

„Gleðin hefur yfirleitt verið við völd og alltaf verið meira en nóg að gera. Við höfum haldið fjölmarga skemmtilega viðburði, tekið á móti fjölda gesta, bakað óteljandi kökur fyrir kaffihlaðborð, ferðast landshorna á milli með bingóvél í farteskinu, sinnt safnastarfinu, sett upp sýningar, málað og lagað og margt fleira. Ég veit að ég verð dálítið fegin að losna við sum verkefnin, en ég mun líka sakna góðu stundanna og félagsskaparins gífurlega mikið.“

Sauðfjársetrið er í Sævangi á Ströndum en þangað koma um sjö til átta þúsund gestir á ári til að skoða sýningu um íslenska sauðkindina og allt það helsta sem henni tengist. Mynd / mhh

Sjö til átta þúsund gestir á ári

Gestafjöldi Sauðfjársetursins hefur vaxið með hverju ári en hann var um sex þúsund síðustu árin fyrir heimsfaraldur. Árlegir gestir eftir það hafa verið sjö til átta þúsund.

„Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka fyrir þessi 12 ár, sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Mig langar líka að þakka öllu samstarfsfólkinu í gegnum tíðina og öllum þeim sem hafa tekið þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum með okkur.

Ég vil líka þakka fólki kærlega fyrir þá sjálfboðavinnu sem það hefur lagt af mörkum og unnin hefur verið fyrir safnið og Sævang, til dæmis í tengslum við alls konar viðburði, viðhald á húsinu, tiltekt í umhverfinu og margt fleira. Það hefði verið ómögulegt að halda uppi svona kraftmiklu starfi án sjálfboðastarfs frá vinum safnsins,“ segir Esther, sem hlakkar til að taka á móti gestum setursins í vor og sumar.

Skylt efni: Sauðfjársetrið

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...