Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti
Fréttir 13. febrúar 2019

ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti

Höfundur: smh

Niðurstaða rökstudds álits frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að íslensk stjórnvöld þurfi að virða niðurstöðu niðurstöðu EFTA dómstólsins varðandi innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. 

ESA tilkynnti um þetta á vef sínum í dag. Þar kemur fram að samkvæmt íslenskum lögum þurfa innflutningsaðilar að sækja um sérstaka heimild ef þeir hyggjast flytja inn ferskt kjöt og aðrar kjötvörur, hrá egg, ógerilsneidda mjólk og mjólkurvörur unnar úr ógerilsneiddri mjólk. „Þann 14. nóvember 2017 komst EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að slíkar innflutningstakmarkanir væru brot á EES samningnum. 

Þessar auknu kröfur eru brot á tilskipun um eftirlit með dýraafurðum og viðskiptum með þær á EES svæðinu. Helsti tilgangur tilskipunarinnar er að styrkja heilbrigðiseftirlit á framleiðslustað matvæla og á sama tíma að takmarka hömlur í formi aukins eftirlits á áfangastað matvæla,“ segir í tilkynningunni.

ESA gæti vísað málinu til EFTA-dómstólsins

„Þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki brugðist við niðurstöðu EFTA dómstólsins hefur ESA tekið ákvörðun um að senda íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins,“ segir ennfremur í tilkynningu ESA.

Hér má nálgast bréf ESA til íslenskra stjórnvalda í fullri lengd.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...