Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?
Fréttir 13. júní 2018

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís er að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga hjá sláturhúsum, kjötvinnslum, verslunum, veitingahúsum og neytendum til að skýra út litla neyslu og lágt verð á hrossakjöt. Upplýsinga verður aflað með lestri heimilda og viðtölum við lykilaðila í vinnslu og sölu á hrossakjöti.

Spurningar um viðhorf kaupenda og neytenda verða samdar út frá greiningu á þeim upplýsingum. Eftir það verður ósk um netkönnun send annars vegar til nokkur hundruð einstaklinga sem verða valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og hins vegar til áhrifaaðila í dreifikerfi hrossakjöts á Íslandi. Upplýsingarnar úr könnunum verða greindar á tölfræðilegan hátt til að kanna áhrif alls konar þátta á framboð og eftirspurn á hrossakjöti. Niðurstöður og hugmyndir/tillögur til úrbóta verða síðan kynntar á opnum umræðufundi með hagsmunaðilum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | hrossakjöt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...