Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?
Fréttir 13. júní 2018

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís er að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga hjá sláturhúsum, kjötvinnslum, verslunum, veitingahúsum og neytendum til að skýra út litla neyslu og lágt verð á hrossakjöt. Upplýsinga verður aflað með lestri heimilda og viðtölum við lykilaðila í vinnslu og sölu á hrossakjöti.

Spurningar um viðhorf kaupenda og neytenda verða samdar út frá greiningu á þeim upplýsingum. Eftir það verður ósk um netkönnun send annars vegar til nokkur hundruð einstaklinga sem verða valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og hins vegar til áhrifaaðila í dreifikerfi hrossakjöts á Íslandi. Upplýsingarnar úr könnunum verða greindar á tölfræðilegan hátt til að kanna áhrif alls konar þátta á framboð og eftirspurn á hrossakjöti. Niðurstöður og hugmyndir/tillögur til úrbóta verða síðan kynntar á opnum umræðufundi með hagsmunaðilum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | hrossakjöt

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...