Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?
Fréttir 13. júní 2018

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís er að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga hjá sláturhúsum, kjötvinnslum, verslunum, veitingahúsum og neytendum til að skýra út litla neyslu og lágt verð á hrossakjöt. Upplýsinga verður aflað með lestri heimilda og viðtölum við lykilaðila í vinnslu og sölu á hrossakjöti.

Spurningar um viðhorf kaupenda og neytenda verða samdar út frá greiningu á þeim upplýsingum. Eftir það verður ósk um netkönnun send annars vegar til nokkur hundruð einstaklinga sem verða valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og hins vegar til áhrifaaðila í dreifikerfi hrossakjöts á Íslandi. Upplýsingarnar úr könnunum verða greindar á tölfræðilegan hátt til að kanna áhrif alls konar þátta á framboð og eftirspurn á hrossakjöti. Niðurstöður og hugmyndir/tillögur til úrbóta verða síðan kynntar á opnum umræðufundi með hagsmunaðilum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | hrossakjöt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...