Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ferðamenn vilja gjarnan prófa svæðisbundnar vörur og fiskur dagsins, s.s. bleikja, þorskur og rauðspretta, er alltaf vinsæll.
Ferðamenn vilja gjarnan prófa svæðisbundnar vörur og fiskur dagsins, s.s. bleikja, þorskur og rauðspretta, er alltaf vinsæll.
Mynd / TB
Fréttir 7. ágúst 2019

Erlendir ferðamenn vilja góðan, hreinan, íslenskan mat

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferða­hegðun erlendra ferðamanna árið 2018. Skýrslan er unnin úr gögnum könnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands sem hefur staðið yfir síðan í júní 2017.
 
Langflestir erlendir ferðamenn kvörtuðu undan verðlagi á veitingastöðum hérlendis og að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval af mat. Bændablaðið ræddi við nokkra veitingahúsaeigendur og fékk þeirra sýn á neysluhegðun erlendra ferðamanna hérlendis. 
 
Jóhann Jónsson í Ostabúðinni á Skólavörðustíg.
Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, útgjöld, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, og álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi.
„Jóhann Jónsson, matreiðslu-maður og eigandi Ostabúðarinnar, segir íslenska lambið og fiskinn okkar alltaf hafa vinninginn hjá erlendum ferðamönnum.
 
„Númer eitt, tvö og þrjú þá sækja ferðamenn í lambakjötið og fiskinn. Við erum með bleikju, rauðsprettu og þorskhnakka á matseðlinum hjá okkur sem er alltaf vinsælt. Ég get ekki séð mun á þjóðernum hvað valið er en það sem ég hef tekið eftir er að Asíubúar drekka yfirleitt ekki vín með matnum, þeir eru í vatni eða gosi. Ég hef það líka á tilfinningunni að erlendir ferðamenn sem hingað koma vilji prófa það sem við erum þekktust fyrir, eins og lambið og fiskinn, og þeir koma ekki til Íslands til að fá sér nautakjöt sem dæmi.“
 
Óánægja með verðlagið
 
Þriðjungur svarenda gaf veitinga­húsum háa einkunn (9–10), tveir af hverjum fimm gaf miðlungseinkunn (7–8) og um fjórðungur lága einkunn. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum (44,3%) gáfu veitingahúsum sjö eða lægri einkunn. Mið-, Suður- og Austur-Evrópubúar og Asíubúar voru óánægðari en önnur markaðssvæði. Langflestir gáfu veitingahúsum lága einkunn vegna verðlags, eða um níu af hverjum tíu svarendum. Um fimmtungur taldi ekki vera um næga fjölbreytni að ræða en þar voru Asíubúar áberandi en helmingur þeirra tiltók þetta atriði. Um einn af hverjum tíu nefndi að gæði á mat væri ábótavant og 7% að viðmóti starfsfólks væri ábótavant en þar skáru Norðurlandabúar sig úr en um fjórðungur þeirra nefndi það atriði. Aðrir þættir voru nefndir í minna mæli.
 
Ítarleg þekking á viðhorfum ferðamanna
 
Gagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 en með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Könnunin er tvískipt, annars vegar flugvallakönnun á Keflavíkurflugvelli sem framkvæmd er við brottför og hins vegar netkönnun sem send er eftir á til þeirra svarenda sem samþykkja frekari þátttöku. Nefna má að á bak við flugvallarhluta könn­unarinnar 2018 eru svör frá yfir 22 þúsund manns.
 
Mikið fyrir súpur
 
„Maður tók eftir því í kringum 2016 þegar krónan styrktist að þá fóru ferðamennirnir að panta minna, þeir deildu meira matnum á milli sín og pöntuðu minna af víni með mat. Á þeim tíma fór líka röðin í Bæjarins bestu að lengjast, þetta var það áberandi að margir tóku eftir,“ segir Stefán Melsted, veitingamaður sem starfað hefur hjá Snaps veitingahúsi. 
 
Stefán Melsted veitingamaður.
„Reyndar hefur það oft komið mér á óvart hvað erlendir ferða­menn eru mikið fyrir súpur. Annars finnst mér útlendingar almennt mikið fyrir að prófa svæðisbundnar vörur, eins og fisk dagsins og lambakjötið sem er alltaf vinsælt,“ útskýrir Stefán.
 
 
Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir það alveg skýrt í sínum huga að ferðamenn vilji borða það sem heimamenn borða. 
 
Munur á þjóðernum
 
Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir það alveg skýrt að ferðamenn vilji borða það sem heimamenn borða og þá séu lax, skyr og lambakjöt oft ofarlega á lista þeirra. 
 
„Ferðamenn vilja þennan góða, hreina, íslenska mat og vilja drekka íslenskt vatn og íslenskan bjór sem er svo góður vegna vatnsins. Síðan prófa þeir hákarlinn og hlæja með. Þeir sjá lömbin sem ganga um frjáls uppi á fjöllum í hreinleikanum að borða jurtir og fleira en ekki iðnaðarframleiðsluna og þetta finnst þeim mjög sérstakt og spennandi,“ útskýrir Rita og segir jafnframt:
 
„Mér finnst Asíubúar leita meira í fisk, það virðist vera ólík matarmenning og þeir þekkja betur inn á fisk. Á meðan Bretar, Skotar, Þjóðverjar, Frakkar og Bandaríkjamenn elska lambið, þeir elska bragðið, hreinleikann og gæðin ásamt því að þeir þekkja vöruna. Unga fólkið frá Skandinavíu, eins og Norðmenn og Svíar, þekkir kebab og elskar þetta, á meðan Finnar eru brjálaðir í allt sem er íslenskt því vörurnar eru svo hreinar segja þeir og þeir elska skyrið. En langflestir nefna verðlagið og þeim finnst til dæmis verðið hjá okkur sanngjarnt miðað við á veitingastað á Íslandi því flestum finnst óheyrilega dýrt að fara út að borða hérna.“

4 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...