Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Á faglegum nótum 12. febrúar 2018

Er tími fjárræktarfélaganna liðinn?

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt
Í kringum 1940 hefst sá merki kafli í sögu sauðfjárræktar á Íslandi að sauðfjárræktarfélög fara að starfa en á Búnaðarþingi 1939 voru starfsreglur þeirra samþykktar. Félögin gegndu lykilhlutverki í uppbyggingu skýrsluhaldsins og voru því grunnstoð í ræktunarstarfinu.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. 
 
Í dag hafa forsvarsmenn félaganna ekki neinum skyldum að gegna í skýrsluhaldinu og þau njóta ekki lengur fjárframlaga út á skýrslufærða gripi. Skýrsluhaldsniðurstöður eru nú mun aðgengilegri en áður var þar sem upplýsingar má nálgast inn í skýrsluhaldskerfinu Fjárvís.is.  
 
Starfsemi ráðunauta­þjón­ustunnar er nú í meira mæli rekin á notendagjöldum en opinberum framlögum en sauðfjárræktarráðunautar störfuðu þétt með félögunum.
 
Víða hefur starfsemi þessara félaga lognast út af en það er þó alls ekki raunin í öllum sveitum. Sum félögin lifa enn góðu lífi og halda úti ýmiss konar starfsemi sem lýtur að því að efla sauðfjárrækt félagsmanna. Óhætt er að fullyrða að þar sem gróskan er mikil í slíku starfi má sjá árangurinn í öflugri fjárrækt. 
 
Dæmi um starfsemi félaganna í dag eru sameiginlegar hrútasýningar (þar sem slíkt er mögulegt), skipulag lambadóma, verðlaunaveitingar, sameign á tækjum og tólum, kynnisferðir, námskeiðahald og sameign  á kynbótahrútum. Til að standa straum af rekstri félaganna hafa þá gjarnan verið tekin upp félagsgjöld, félög hafa sameinast eða tekið upp samstarf.  
 
Fastur punktur í starfi margra fjárræktarfélaga hefur verið árlegur fundur þar sem farið er yfir niðurstöður skýrsluhaldsins og fleira tengt málefnum sauðfjárbænda. Þessu sinna ráðunautar RML nú sem áður, en slík þjónusta hefur verið verðlögð sem nemur tveggja stunda vinnu og kostar  fundurinn nú 15.000 kr. 
Okkur þykir mikilvægt að sinna þessu starfi áfram, efla tengslin við bændur og bjóða félögunum upp á fræðslu tengda sauðfjárrækt og kynbótastarfinu. Forsvarsmenn fjárræktarfélaga eða annarra félaga sem starfa að eflingu sauðfjárræktar eru því hvattir til að nýta sér þessa leið til að fræðast og ræða saman um hvað eina sem tengist sauðfjárrækt.  
 
Hægt er að beina fyrirspurnum til sauðfjárræktarráðunauta eða ráðunauta á viðkomandi svæði sem hafa sinnt sauðfjárræktinni.
 
Tími fjárræktarfélaganna er ekki liðinn en starfsemin þarf að þróast í takt við nýja tíma.

Skylt efni: fjárræktarfélög

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f