Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Á faglegum nótum 12. febrúar 2018

Er tími fjárræktarfélaganna liðinn?

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt
Í kringum 1940 hefst sá merki kafli í sögu sauðfjárræktar á Íslandi að sauðfjárræktarfélög fara að starfa en á Búnaðarþingi 1939 voru starfsreglur þeirra samþykktar. Félögin gegndu lykilhlutverki í uppbyggingu skýrsluhaldsins og voru því grunnstoð í ræktunarstarfinu.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. 
 
Í dag hafa forsvarsmenn félaganna ekki neinum skyldum að gegna í skýrsluhaldinu og þau njóta ekki lengur fjárframlaga út á skýrslufærða gripi. Skýrsluhaldsniðurstöður eru nú mun aðgengilegri en áður var þar sem upplýsingar má nálgast inn í skýrsluhaldskerfinu Fjárvís.is.  
 
Starfsemi ráðunauta­þjón­ustunnar er nú í meira mæli rekin á notendagjöldum en opinberum framlögum en sauðfjárræktarráðunautar störfuðu þétt með félögunum.
 
Víða hefur starfsemi þessara félaga lognast út af en það er þó alls ekki raunin í öllum sveitum. Sum félögin lifa enn góðu lífi og halda úti ýmiss konar starfsemi sem lýtur að því að efla sauðfjárrækt félagsmanna. Óhætt er að fullyrða að þar sem gróskan er mikil í slíku starfi má sjá árangurinn í öflugri fjárrækt. 
 
Dæmi um starfsemi félaganna í dag eru sameiginlegar hrútasýningar (þar sem slíkt er mögulegt), skipulag lambadóma, verðlaunaveitingar, sameign á tækjum og tólum, kynnisferðir, námskeiðahald og sameign  á kynbótahrútum. Til að standa straum af rekstri félaganna hafa þá gjarnan verið tekin upp félagsgjöld, félög hafa sameinast eða tekið upp samstarf.  
 
Fastur punktur í starfi margra fjárræktarfélaga hefur verið árlegur fundur þar sem farið er yfir niðurstöður skýrsluhaldsins og fleira tengt málefnum sauðfjárbænda. Þessu sinna ráðunautar RML nú sem áður, en slík þjónusta hefur verið verðlögð sem nemur tveggja stunda vinnu og kostar  fundurinn nú 15.000 kr. 
Okkur þykir mikilvægt að sinna þessu starfi áfram, efla tengslin við bændur og bjóða félögunum upp á fræðslu tengda sauðfjárrækt og kynbótastarfinu. Forsvarsmenn fjárræktarfélaga eða annarra félaga sem starfa að eflingu sauðfjárræktar eru því hvattir til að nýta sér þessa leið til að fræðast og ræða saman um hvað eina sem tengist sauðfjárrækt.  
 
Hægt er að beina fyrirspurnum til sauðfjárræktarráðunauta eða ráðunauta á viðkomandi svæði sem hafa sinnt sauðfjárræktinni.
 
Tími fjárræktarfélaganna er ekki liðinn en starfsemin þarf að þróast í takt við nýja tíma.

Skylt efni: fjárræktarfélög

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...