Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Er söltun á götum umhverfissóðaskapur?
Mynd / HLJ
Öryggi, heilsa og umhverfi 21. nóvember 2017

Er söltun á götum umhverfissóðaskapur?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðustu viku kom fyrsta hálkan í Reykjavík og alltaf við þær aðstæður voru margir óviðbúnir á illa útbúnum bílum til aksturs í snjó og hálku. Við þessar aðstæður koma saltbílar út á göturnar snemma á morgnana og salta sem flestar götur borgarinnar. 
 
Fyrir nokkuð mörgum árum sagði við mig maður norðan úr landi að á veturna keyrði hann á Akranes og tæki þaðan Akraborgina bíllaus síðasta spölinn því hann vildi ekki pækilsalta bílinn sinn. 
 
Saltið mýkir upp göturnar svo að það heyrist minna í nöglunum eftir söltun
 
Síðustu sex vikur hafa hjól­barðaverkstæðin í Reykjavík verið að skipta undir bílum þeirra forsjálu. Að sögn starfsmanna verkstæðanna hefur dekkjasala aldrei verið eins mikil og nú í haust, en nálægt helmingur seldra dekkja eru nagladekk þrátt fyrir áróður gegn nagladekkjanotkun í Reykjavík. 
 
Á þessum sex vikum var því kominn mikill fjöldi bíla á nagladekk sem keyrði um auðar götur Reykjavíkur á nöglum. Þrátt fyrir allan þennan fjölda af bílum á nagladekkjum var ekki að sjá í stilltu veðri fyrstu helgina í nóvember að neitt svifryk lægi yfir borginni. 
 
Nú er búið að moka salti á göturnar frá fimmtudeginum 9. nóvember og fram á sunnudaginn 12. Fyrir þá sem eru næmir á bíla sína eru til ökumenn sem finna að með öllum þessum saltaustri mýkist malbikið (allavega heyrist minna í nagladekkjum á malbiki eftir að búið er að salta).
 
Er svifrykið saltinu að kenna?
 
Til eru nokkrir sem vilja staðhæfa að með söltun sé verið að leysa upp tjöruna í malbikinu. Eftir verður mölin og fínn sandurinn sem gerir þetta svifrik sem oft sést liggja yfir bænum á björtum stilltum dögum. Við þessa kenningu verður til spurning um hversu umhverfisvænt er að salta göturnar. Tjaran verður eftir á dekkjunum, á bílunum, snjónum og síðan í jarðveginum ýmist með bráðnun á snjónum eða þegar bíleigendur þrífa bílana með leysiefnum (tjaran er í raun tegund af olíu og ef nokkrir lítrar af olíu fara í læki eða sjó er almennt talað um olíuslys). Persónulega vil ég taka undir þessar kenningar og vil allt salt burt af götunum.
 
Ekkert salt og allir á nöglum
 
Stór finnsk könnun á banaslysum í finnskri vetrarumferð um notkun nagladekkja sýndi að 30% færri banaslys eru hjá þeim sem eru á nöglum en hjá þeim sem aka um á ónegldum vetrardekkjum. Á Akureyri hefur til margra ára ekki verið saltaðar götur, eins og allir vita stendur Akureyri inni í firði og töluvert skjólsælla er á Akureyri en í Reykjavík. Aldrei minnist ég þess að hafa séð fréttir af svifryki á Akureyri vegna nagladekkjanotkunar. 
 
Undirvagnar á bílum Akureyringa eru mun minna ryðgaðir en undir bílum Reykvíkinga sem keyra í saltpækli nánast allan veturinn með tilheyrandi ryðmyndun á öllum undirvagni bílanna. Miðað við ofangreinda kenningu er Reykjavíkurborg að spilla vísvitandi jarðvegi með því að salta þannig að olía í miklu magni fer í jörð daglega.
 
Vetrardekkjareglugerðin er að lágmarki 3 mm
 
Ég vildi óska að einhver mér fremri í eðlis- og efnafræði gæti hrakið allt það sem hér að ofan er ritað og mér verði gert að éta öll þessi skrif ofan í mig. Allavega hjálpar að vera duglegur að skola með volgu vatni bremsubúnað og undirvagn reglulega sé ekið á höfuðborgarsvæðinu (ef komið er í stutta heimsókn í „saltborgina“ er gott að skola undirvagninn við fyrsta tækifæri).
 
Það ætti hins vegar að vera öllum ljóst að þann 1. nóvember 2014 tók í gildi reglugerð um vetrardekk, en í þessari reglugerð segir að ekki megi vera minna munstur í hjólbörðum á veturna en 3 mm munstursdýpt. Það gildir frá 1. nóvember til 15. apríl.

Skylt efni: Vetrardekk | nagladekk

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...