Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Margir telja að besta leiðin til að leysa þessi mál sé bálför. Málið er samt ekki svo einfalt því að mikla orku þarf til að brenna lík og sótspor bálfara því stórt.
Margir telja að besta leiðin til að leysa þessi mál sé bálför. Málið er samt ekki svo einfalt því að mikla orku þarf til að brenna lík og sótspor bálfara því stórt.
Fréttir 30. apríl 2018

Er grasið grænna hinum megin?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samhliða auknum áhuga á umhverfismálum, endurvinnslu, sótspori og náttúruvinsamlegri lífsmáta huga margir að endalokunum og umhverfisvænni greftrun.

Eins og búast má við hefur útfarariðnaðurinn orðið var við þennan áhuga og gripið til ráðstafana til að koma á móts við síðustu óskir þessa hóps.

Nýverið var haldin stór vörusýning í kirkju í Amsterdam þar sem kynntar voru nýjustu útfararvörurnar. Meðal þeirra var eins konar Ikea-kista sem fæst afhent til samsetningar í flötum umbúðum og hlaut hún verðlaun sem nýjungin sem olli minnsta sótsporinu.

Á sýningunni mátti einnig sjá kistur ofnar úr tágum og laufblöðum bananaplöntunnar, margar gerðir af náttúruvænum öskuílátum og reiðhjól sem hannað er til að flytja kistur síðasta spölinn í stað líkbíla.

Umhverfisvænar greftranir sækja á með aukinni umhverfisvitund.

Vaxandi iðnaður

Aukinn fólksfjöldi veldur því að allt sem snertir dauðann og útfarir er vaxandi iðnaður. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar létust um 56 milljón manns árið 2015 og gert er ráð fyrir að sú tala eigi eftir að hækka í um 70 milljón árið 2030.

Vitund fyrir umhverfismál sem tengjast greftrum skipta því verulegu máli. Hvort sem það tengist efnivið kistna eða öskuíláta, akstri líkbíla og ekki síst landinu sem fer undir kirkjugarða.

Reyndar er það svo að þar sem skortur er á landrými hefur verið gripið til þess ráðs að endurnýta gamlar grafir með því að grafa upp gamlar grafir og grafa gamlar líkamsleifar neðar og leggja nýjar kistur ofan á. Þannig að líkamsleifarnar eru í lögum. Þessu fylgir þó sá vandi að þær kistur sem notaðar eru í dag brotna oft hægt og illa niður. Þær eru málaðar með olíumálningu og límdar saman með mengandi límum og iðulega klæddar með gerviefnum sem endast áratugi eða árhundruð. Auk þess sem þær eru smíðaðar í Kína og Austur-Evrópu og flutningum á þeim langar leiðir fylgir stórt sótspor.

Bálfarir eru orkufrekar

Margir telja að besta leiðin til að leysa þessi mál sé bálför. Málið er samt ekki svo einfalt því að mikla orku þarf til að brenna lík og sótspor bálfara því stórt.

Ekki er því útilokað að hefðbundin greftrun í náttúruvænum umbúðum sé besta lausnin fyrir náttúruna. Það er að segja ef sá sem jarða á hefur lifað þess konar lífi að líkið eitri ekki jarðveginn mikið út frá sér. 

Skylt efni: Umhverfismál | greftranir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...