Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Epli með jarðarberja- eða ananasbragði
Fréttir 31. ágúst 2018

Epli með jarðarberja- eða ananasbragði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum.

Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð.

Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu.

Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin.

Skylt efni: erfðatækni

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...