Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Epli með jarðarberja- eða ananasbragði
Fréttir 31. ágúst 2018

Epli með jarðarberja- eða ananasbragði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum.

Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð.

Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu.

Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin.

Skylt efni: erfðatækni

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...