Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Epli með jarðarberja- eða ananasbragði
Fréttir 31. ágúst 2018

Epli með jarðarberja- eða ananasbragði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum.

Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð.

Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu.

Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin.

Skylt efni: erfðatækni

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...