Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Epli með jarðarberja- eða ananasbragði
Fréttir 31. ágúst 2018

Epli með jarðarberja- eða ananasbragði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum.

Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð.

Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu.

Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin.

Skylt efni: erfðatækni

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...