Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Mynd / HKr
Fréttir 19. júní 2014

Enn snjór yfir túnum í Súgandafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Enn liggja töluverðir snjóskaflar yfir túnum á bæjunum Botni og Birkihlíð í Súgandafirði og segir Björn Birkisson bóndi að þess sé ekki að vænta alveg í bráð að snjó taki að fullu upp. Ástand þess hluta túnanna sem komin eru upp úr snjó er ekki sérstakt, enn eru þau hundblaut og þá virðist sem töluvert sé kalið.

„Það var óhemjumikill snjór hér í vetur, meiri en við höfum séð í um tvo áratugi, síðast var svo mikið magn hér árið 1995,“ segir Björn.  Norðaustanátt var ríkjandi á liðnum vetri með töluverðri úrkomi og fylltist dalbotninn af snjó.  „Það snjóaði hér jafnt og þétt í allan vetur þannig að magnið var óvenju mikið.  Það eru töluvert viðbrigði fyrir okkur að lenda í þessum hremmingum, við erum orðin svo góðu vön, það hefur verið fremur snjólétt hér um slóðir undanfarin ár. Það er líka óvenjulegt að svo mikill snjór sé á túnum þegar komið er þetta fram á sumarið.“

Þurfa yfir 2.000 heyrúllur

Í Botni og Birkihlíð er rekið blandað bú, um 300 kindur og allt í allt um 200 nautgripir, þar af um 65 mjólkandi kýr.  Sem nærri lætur þarf töluvert magn af heyi ofan í skepnurnar, eitthvað yfir 2.000 rúllur segir Björn, en tún við bæina eru fremur lítil, alls um 45 ha að stærð.  „Við höfum alltaf þurft að sækja hey annars staðar frá og mér sýnist að við þurfum að gera það í meiri mæli nú í haust og á komandi vetri en vant er.“

Björn segir ómögulegt að segja fyrir um hver málalok verði, hvernig túnin á endanum komi undan vetri, en þó sé ljóst að ekki sé ástæða til mikillar bjartsýni. Enn sé töluvert magn af snjó yfir túnum, mikil drulla á stórum hluta þeirra og langt sé síðan tún hafi verið svo illa útleikin. „En það hefur grænkað fljótt og vel það sem kemur undan snjó,“ segir hann.

Umtalsverður kostnaður

Björn segir að vissulega hafi hann áður séð jafn mikinn snjó á svæðinu og tún hafi líka farið illa um árin, en langt sé um liðið og því sé um ákveðið bakslag að ræða fyrir bændur.  „Þetta hefur verið svo gott undanfarin ár,“ segir hann.  Ljóst sé að kostnaður verði umtalsverður, bæði vegna meiri heykaupa og eins gæti komið til þess að endurrækta þyrfti hluta túnanna. 

4 myndir:

Skylt efni: Kal | Súgandafjörður

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...