Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Mynd / HKr
Fréttir 19. júní 2014

Enn snjór yfir túnum í Súgandafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Enn liggja töluverðir snjóskaflar yfir túnum á bæjunum Botni og Birkihlíð í Súgandafirði og segir Björn Birkisson bóndi að þess sé ekki að vænta alveg í bráð að snjó taki að fullu upp. Ástand þess hluta túnanna sem komin eru upp úr snjó er ekki sérstakt, enn eru þau hundblaut og þá virðist sem töluvert sé kalið.

„Það var óhemjumikill snjór hér í vetur, meiri en við höfum séð í um tvo áratugi, síðast var svo mikið magn hér árið 1995,“ segir Björn.  Norðaustanátt var ríkjandi á liðnum vetri með töluverðri úrkomi og fylltist dalbotninn af snjó.  „Það snjóaði hér jafnt og þétt í allan vetur þannig að magnið var óvenju mikið.  Það eru töluvert viðbrigði fyrir okkur að lenda í þessum hremmingum, við erum orðin svo góðu vön, það hefur verið fremur snjólétt hér um slóðir undanfarin ár. Það er líka óvenjulegt að svo mikill snjór sé á túnum þegar komið er þetta fram á sumarið.“

Þurfa yfir 2.000 heyrúllur

Í Botni og Birkihlíð er rekið blandað bú, um 300 kindur og allt í allt um 200 nautgripir, þar af um 65 mjólkandi kýr.  Sem nærri lætur þarf töluvert magn af heyi ofan í skepnurnar, eitthvað yfir 2.000 rúllur segir Björn, en tún við bæina eru fremur lítil, alls um 45 ha að stærð.  „Við höfum alltaf þurft að sækja hey annars staðar frá og mér sýnist að við þurfum að gera það í meiri mæli nú í haust og á komandi vetri en vant er.“

Björn segir ómögulegt að segja fyrir um hver málalok verði, hvernig túnin á endanum komi undan vetri, en þó sé ljóst að ekki sé ástæða til mikillar bjartsýni. Enn sé töluvert magn af snjó yfir túnum, mikil drulla á stórum hluta þeirra og langt sé síðan tún hafi verið svo illa útleikin. „En það hefur grænkað fljótt og vel það sem kemur undan snjó,“ segir hann.

Umtalsverður kostnaður

Björn segir að vissulega hafi hann áður séð jafn mikinn snjó á svæðinu og tún hafi líka farið illa um árin, en langt sé um liðið og því sé um ákveðið bakslag að ræða fyrir bændur.  „Þetta hefur verið svo gott undanfarin ár,“ segir hann.  Ljóst sé að kostnaður verði umtalsverður, bæði vegna meiri heykaupa og eins gæti komið til þess að endurrækta þyrfti hluta túnanna. 

4 myndir:

Skylt efni: Kal | Súgandafjörður

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...