Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af endurreisn minkaræktar í landinu.

Því hafa stjórnvöld í Kaupmannahöfn tilkynnt að reglugerð sem lagði bann við loðdýrarækt falli úr gildi um áramót. Endurvakning búgreinarinnar, með hertum sóttvarnareglum og takmörkun á stærð, er því handan við hornið.

Ákvörðun þessi er tekin eftir að sóttvarnarstofnunin hafði metið áhættuna takmarkaða ef minkaræktinni væru settar stífar skorður sem miða að smitvörnum og stærð greinarinnar.

Eftir að Covid-19 veiran greindist í dönskum mink árið 2020 létu stjórnvöld skera niður allan minkastofninn í landinu. Fram að því voru Danir fremstir þjóða á þessu sviði.

Rasmus Prehn, matvælaráðherra Danmerkur, segir í samtali við Landbrugsavisen að minkarækt í landinu þurfi að vera á forsendum lýðheilsu. Því skipti miklu máli að sóttvarnaryfirvöld hafi gefið grænt ljós á endurreisn greinarinnar. Tímabundið bann við minkarækt verði ekki endurnýjað en minkabændur muni þurfa að gera ýmsar smitvarnarráðstafanir til að hefja búskap að nýju.

Sóttvarna vel gætt

Minkabændur verða krafðir um að framkvæma Covid-19 skimun í öllum minkum. Einnig verða auknar smitvarnir við alla meðhöndlun – sem felur í sér fataskipti og líkamsþvott áður en farið er inn í minkahúsin.

Starfsfólk mun þurfa að viðhafa sérstakar persónulegar smitvarnir og fara á námskeið um hreinlæti. Að auki verður mælst til þess að allt starfsfólk taki Covid-19 próf áður en það fer í návígi við bústofninn.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: minkabú | minkarækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...