Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af endurreisn minkaræktar í landinu.

Því hafa stjórnvöld í Kaupmannahöfn tilkynnt að reglugerð sem lagði bann við loðdýrarækt falli úr gildi um áramót. Endurvakning búgreinarinnar, með hertum sóttvarnareglum og takmörkun á stærð, er því handan við hornið.

Ákvörðun þessi er tekin eftir að sóttvarnarstofnunin hafði metið áhættuna takmarkaða ef minkaræktinni væru settar stífar skorður sem miða að smitvörnum og stærð greinarinnar.

Eftir að Covid-19 veiran greindist í dönskum mink árið 2020 létu stjórnvöld skera niður allan minkastofninn í landinu. Fram að því voru Danir fremstir þjóða á þessu sviði.

Rasmus Prehn, matvælaráðherra Danmerkur, segir í samtali við Landbrugsavisen að minkarækt í landinu þurfi að vera á forsendum lýðheilsu. Því skipti miklu máli að sóttvarnaryfirvöld hafi gefið grænt ljós á endurreisn greinarinnar. Tímabundið bann við minkarækt verði ekki endurnýjað en minkabændur muni þurfa að gera ýmsar smitvarnarráðstafanir til að hefja búskap að nýju.

Sóttvarna vel gætt

Minkabændur verða krafðir um að framkvæma Covid-19 skimun í öllum minkum. Einnig verða auknar smitvarnir við alla meðhöndlun – sem felur í sér fataskipti og líkamsþvott áður en farið er inn í minkahúsin.

Starfsfólk mun þurfa að viðhafa sérstakar persónulegar smitvarnir og fara á námskeið um hreinlæti. Að auki verður mælst til þess að allt starfsfólk taki Covid-19 próf áður en það fer í návígi við bústofninn.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: minkabú | minkarækt

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...