Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landgræðslan hefur fengið leyfi til að endurheimta votlendi í Skálholti í Bláskógabyggð.
Landgræðslan hefur fengið leyfi til að endurheimta votlendi í Skálholti í Bláskógabyggð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2022

Endurheimt votlendis í Skálholti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt útgáfu fram- kvæmdaleyfis vegna endurheimtar á votlendi innan jarðar Skálholts og hefur falið skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins útgáfu leyfisins.

Um er að ræða framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni vegna endurheimtar votlendis í landi Skálholts á um 13,5 hekturum. Fyrirhugað er að fylla upp í og þar með að stífla um 1.670 metra af skurðum. „Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt.
Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina,“ segir m.a. í umsókn Landgræðslunnar. 

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...

Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Fé...

Sátt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 6. febrúar 2025

Sátt í ullargreiðslumálinu

Sátt var gerð í máli Bjarna Sigurjónssonar, sauðfjárbónda á Fornustekkum í Horna...

Útburður á hræjum er leyfisskyldur
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.