Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Fréttir 24. mars 2020

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. Í tilefni tímamótanna voru settar í gang framkvæmdir við reiðhöll félagsins og mætti hópur Neistafélaga sem aldeilis lét hendur standa fram úr ermum við að lagfæra og endurbæta.

Innréttingar voru rifnar út og ónýtum húsbúnaði var hent. Þá var salurinn málaður að mestu og eins voru salerni máluð en eins stendur til að mála anddyri reiðhallarinnar.

Stjórn Neista óskaði eftir aðstoð frá félagsmönnum svo koma mætti reiðhöllinni í betra horf og flykktust vaskir félagar að til að taka þátt í verkefninu.

Stórsýning í vor

Í tilefni tímamótanna verður haldin stórsýning austur-húnvetnskra hesta­manna í næsta mánuði, eða þann 22. apríl, og standa vonir manna til þess að reiðhöllin hafi þá fengið nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi Hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu að stuðla að endingu hennar,“ segir á vef Neista. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...