Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára
Fréttir 17. desember 2015

Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kvenkyns albatrossi, sem merktur var sem ungi fyrir 64 árum, hefur snúið aftur til varpstöðva sinna ásamt maka og verpt eggjum á eyju við miðbaug.

Talið var að fuglinn, sem ekki hefur sést á varpstöðvunum í nokkur ár, væri dauður og því mikið gleðiefni hjá vaktmönnum svæðisins þegar hann mætti aftur á svæðið fyrir nokkrum dögum, sprækari sem aldrei fyrr.
Varpstöðvarnar sem um ræðir eru stærstu varpstöðvar albatrossa í heimunum og á eyju í Kyrrahafi sem tilheyrir Havaí-eyjaklasanum.

Albatrossar verpa að jafnaði einu eggi á ári og er útungunartími eggjanna 130 dagar og eru afföll á ungum tíð. Talið er að fuglinn aldni hafi komið upp 36 ungum um ævina en hann var merktur árið 1956. Vænghaf fullvaxinna albatrossa getur náð tveimur metrum og fuglarnir svifið á loftuppstreymi um loftin blá án þess að blaka vængjum. Talið er að albatrossum hafi fækkað í heiminum um 70% frá því um miðja síðustu öld. 

Skylt efni: Fuglar | albatrossi

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...