Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eldgosið í Holuhrauni og uppfok frá Dyngjusandi
Fréttir 10. desember 2014

Eldgosið í Holuhrauni og uppfok frá Dyngjusandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á vegum Landbúnaðarháskólans, Háskóla Íslands og Veðurstofunnar sýna að Ísland er meðal helstu uppspretta ryks í veröldinni. Ryk hefur gríðarlega mikil áhrif á vistkerfi jarðar, m.a. frjósemi lands og hafsvæða.

Á heimasíðu Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings og prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands er að finna áhugaverða grein um eldgosið í Holuhrauni og áhrif á uppfok frá Dyngjusandi.

Árlegt uppfok á Íslandi er áætlað 30-40 milljón tonn

Í greininn segir að stærstu rykuppsprettur heims eru á svæði innan Sahara, en rykframleiðsla er einnig mikil í eyðimörkum Ástralíu, í Mongólíu, á Arabíuskaga og víðar. Árlegt uppfok á Íslandi er áætlað 30-40 milljón tonna, en mest fellur aftur á land. Talið er að 5-10 milljónir tonna af íslenskum uppfoksefnum falli á sjóinn umhverfis landið – fínkorna efni sem falla um risavaxin hafsvæði, einkum norður og suður af landinu.

Mikið ryk hefur slæm áhrif á heilsufar fólks

Helstu rykuppsprettur landsins er flestar að finna við jökuljaðra þar sem jökulár flæmast tímabundið um ársléttur, en þorna svo á milli. Dyngjusandur, þar sem nú streymir kvika til yfirborðsins, er ein ákafasta uppspretta landsins. Rykið (áfokið) hefur mikil áhrif á afar stórt svæði, allt frá Húnavatnssýslum til Suðausturlands.  Mikið ryk fellur á Norðausturland og Austurland sem á uppruna sinn á Dyngjusandi. Áfokið mótar náttúru þessara svæða, m.a. jarðvegsgerð og eðli vistkerfa.   Héraðsbúar og Austfirðingar þekkja vel mistrið sem birgir sólarsýn, oft án þess að gera sér grein fyrir hvaðan rykið kemur.

Dyngjusandur er ein víðáttumesta rykuppspretta landsins, en þaðan koma rykstrókar sem geta borist hundruð kílómetra norður í höf. Ætla má að yfir 500 þúsund tonn efnis takist á loft í virkustu stormunum.  Hin feiknalega rykframleiðsla á Íslandi er einstök fyrir svæði á norðlægum breiddargráðum.   Samsetningin er ennfremur afar sérstök, basísk gjóska, rík af járni sem veðrast ört.

Það verður afar athyglisvert að sjá breytingarnar á Dyngjusandi af völdum gossins í Holuhrauni með tilliti til sandfoks.  Hraunið er þegar tekið að hylja mjög virk uppfokssvæði.  Ef hið nýja hraun hefur það í för með sér að minnka flæðislétturnar á Dyngjusandi og setji jafnvel upptakakvíslum Jökulsár umtalsverðar skorður, er þess að vænta að rykmengun frá Dyngjusandi minnki verulega. Þá gæti dregið mikið úr rykmengun sem oft plagar íbúa Austurlands.

Áhrif ryks eru ekki aðeins neikvæð                     
Hugsanlega er ryk frá Dyngjusandi afar mikilvæg uppspretta járns í sjónum norðan við landið.  Áhrif gossins geta því haft neikvæð áhrif á vistkerfi sjávar, því frumframleiðni í sjávarvistkerfum umhverfis landið er oft talin takmörkuð af framboði járns.

Uppfok og áfok eru lykilþættir í mótun á náttúru Íslands. Landbúnaðarháskóli Íslands áformar að auka rannsóknir á rykframleiðslu í landinu á næstunni, m.a. á Dyngjusandi.

Ný grein í Biogeosciences um uppfok á Íslandi, m.a. magn og flutning á haf út: Quantification of iron-rich volcanogenic dust emissions and deposition over the ocean from Icelandic dust sources (Ólafur Arnalds, Pavla Dagsson-Waldhauserová og Haraldur Ólafsson).

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.