Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
El Nino í kortunum
Fréttir 24. febrúar 2017

El Nino í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veðurfræðingar Alþjóða­veður­fræðistofnunarinnar (WNO) segja mögulegt að aðstæður fyrir veðurfyrirbærið El Nino myndist seinna á árinu.

Árin 2015 og 2016 olli einstaklega öflugur El Nino því að meðalhiti jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur víða um heim.

Fram til þessa hafa liðið að minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El Nino og lofthiti lækkað milli uppsveiflna.

El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju­háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni.

Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino-árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega.

Samkvæmt WNO eru líkur á myndun El Nino í lok árs um 40%.

Skylt efni: Veður | El Nino

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...