Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
El Nino í kortunum
Fréttir 24. febrúar 2017

El Nino í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veðurfræðingar Alþjóða­veður­fræðistofnunarinnar (WNO) segja mögulegt að aðstæður fyrir veðurfyrirbærið El Nino myndist seinna á árinu.

Árin 2015 og 2016 olli einstaklega öflugur El Nino því að meðalhiti jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur víða um heim.

Fram til þessa hafa liðið að minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El Nino og lofthiti lækkað milli uppsveiflna.

El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju­háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni.

Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino-árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega.

Samkvæmt WNO eru líkur á myndun El Nino í lok árs um 40%.

Skylt efni: Veður | El Nino

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...