Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afrísk svínapest hefur ekki greinst á Íslandi enn sem komið er.
Afrísk svínapest hefur ekki greinst á Íslandi enn sem komið er.
Fréttir 6. mars 2019

Ekki tekist að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar varúðarráðstafanir eru viðhafðar í Evrópu um þessar mundir til að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar. Þrátt fyrir að ástandið hafi verið nokkuð stöðugt undafarið var tilkynnt um ný og viðvarandi tilfelli í átta löndum í Evrópu nýverið og tveimur í Asíu.

Í heimasíðu Matvælastofnunnar er minnt á að enn hafi ekki tekist að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar í Evrópu, Asíu og Afríku. Auk þess sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hvetur ferðafólk, bændur, veiðimenn, tollverði og fleiri til að gæta árvekni og smitvarna.

Afrísk svínapest er bráðsmitandi drepsótt í svínum, sem getur meðal annars borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum, farartækjum, búnaði og fatnaði.

Veiran sem veldur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svínum þjáningum og tjón svínabænda þar sem sjúkdómurinn kemur upp er gífurlegt.

Miklar varúðarráðstafanir eru viðhafðar í Evrópu til að hefta útbreiðsluna og þar hefur ástandið verið nokkuð stöðugt. Þó var tilkynnt um ný og viðvarandi tilfelli í átta löndum í Evrópu, Belgíu, Ungverjalandi, Búlgaríu, Lettlandi, Moldavíu, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu, frá 1.-14. febrúar. Á sama tímabili bárust tilkynningar um sjúkdóminn frá tveimur stöðum í Asíu, Kína og Mongólíu, og einum í Afríku, Zimbabwe. Sjá hér: African Swine Fever (ASF) - Report N° 10: February 1 - 14, 2019

Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að upplýsa fólk um smitleiðir og áminna það um að gæta smitvarna. Skilboðin eru eftirfarandi:


• Ferðafólki er bent á að flytja ekki með sér lifandi svín né svínaafurðir og heimsækja ekki svínabú að nauðsynjalausu.


• Bændur eru hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir, sem fela í sér þrjá megin þætti: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Þeir þurfa að halda aðskilnaði milli þess sem er utandyra og innanhúss, gæta þess að smit berist ekki í fóður og vatn, hafa stranga stjórn á aðgangi og umgangi gesta og starfsfólks á búinu og halda svínum sem koma ný inn á búið aðskildum frá þeim sem fyrir eru. Allt sem fer inn á búið og út af því skal þrifið þannig að öll sjáanleg óhreinindi séu fjarlægð og síðan sótthreinsað. Jafnframt eru bændur minntir á að fóðra ekki svínin með matarúrgangi.


• Veiðimenn sem eru reglulega í snertingu við svín ættu ekki að stunda veiðar á villtum svínum. En tilmæli til þeirra sem fara á veiðar eru m.a. að þrífa og sótthreinsa tæki á staðnum, fara ekki á svínabú að nauðsynjalausu og deila ekki matvælum sem framleidd eru úr kjöti af veiddum dýrum með öðrum né fóðra dýr með þeim.


• Tollverðir eru beðnir um að kynna sér í hvaða löndum afríska svínapestin er til staðar hverju sinni og að vera sérstaklega vel á verði fyrir því hvort fólk komi með matvæli frá þessum löndum. Öllum vörum sem geta innihaldið smitefnið skal fargað á viðeigandi hátt.


Hver sem verður var við einkenni í dýrum sem geta bent til alvarlegra smitandi sjúkdóma, þar á meðal afrískrar svínapestar, skulu án tafar hafa samband við dýralækni eða Matvælastofnun.

 

Ítarefni
Til áminningar fyrir ferðafólk
Veggspjald
 

Til áminningar fyrir bændur
Veggspjald 1
Veggspjald 2
 

Til áminningar fyrir veiðimenn
Veggspjald
 


Til áminningar fyrir tollverði
Veggspjald

 

 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara